Viðskipti innlent

Applicon setur á markað mannauðs- og launakerfið Kjarna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ingimar G. Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon.
Ingimar G. Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon.
Hugbúnaðarfyrirtækið Applicon hefur sett á markað mannauðs-og launakerfið Kjarna.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Kjarni „sé heildstæð mannauðs- og launalausn fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Kerfið sér um öll mál sem snúa að starfmönnum, allt frá ráðningu til útgreiðslu launa. Ólíkt öðrum kerfum á þessu sviði sem eru á markaði á Íslandi býðst Kjarni að auki sem skýlausn. Með því er átt við við að kerfið er vistað í öruggri ISO vottaðri hýsingu hjá Applicon í stað þess að vera hýst hjá viðskiptavininum.“

Kerfið hefur verið selt til Landsvirkjunar og Grindavíkurbæjar en að sögn Ingimars G. Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Applicon, undirstrikar það styrk og sveigjanleika kerfisins. Þá er fjöldi annarra viðskiptavina sem hafa notað kerfiseiningar í Kjarna í umtalsverðan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×