Audi rafmagnsjepplingur mun keppa við Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 11:05 Audi Q8. Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent
Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent