Slitastjórnir föllnu bankanna boðaðar á fund Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2014 12:07 Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis. Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa skilað tillögum að fullbúnum hugmyndum um afnám fjármagnshafta. Slitastjórnir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans hafa verið boðaðar á fund ráðgjafarnefndar um losun fjármagnshafta næstkomandi þriðjudag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að framkvæmdanefnd um afnám fjármagnshafta myndu skila fullmótuðum tillögum í þessari viku. Nánari upplýsingar um framkvæmdanefndina má sjá hér. Samkvæmt heimildum upplýsingum fréttastofu hefur þessum tillögum nú verið skilað til stýrinefndar um afnám hafta sem Bjarni Benediktsson leiðir. Aðrir fulltrúar í stýrinefndinni eru seðlabankastjóri, ráðuneytisstjórar forsætis- og fjármálaráðuneytis og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra.Á meðal þess sem framkvæmdanefndin leggur til er tillaga um flatan útgönguskatt á allt fjármagn í eigu slitabúanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Nefndur hefur verið 35 prósenta flatur skattur á fjármagn í eigu slitabúanna en sú tala hefur þó ekki fengist staðfest. Þá verða kynntar hugmyndir um framtíðareignarhald á Íslandsbanka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfuhafa, þ.e. slitabúa Glitnis annars vegar og Kaupþings hins vegar.Þörf að rökstyðja undanþágubeiðnir Slitastjórnir allra stóru föllnu bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbankans hafa verið boðaðar á fund á Grand hóteli á þriðjudag með framkvæmdanefnd um afnám fjármagnshafta. Ekki stendur til að ræða þessar tillögur þar og er talið ósennilegt að tillögurnar verði kynntar formlega á þessu ári. Í fundarboði er farið fram á að slitastjórnirnar geri grein fyrir undanþágubeiðnum slitabúanna frá fjármagnshöftum og rökstyðji hvernig undanþágurnar geti samrýmst áformum um afnám hafta bæði út frá efnahagslegu og samfélagslegu sjónarmiði og með tilliti til jafnræðissjónarmiða. Í tilviki Kaupþings og Glitnis var óskað eftir undanþágum í tengslum við nauðasamninga þessara banka. Fulltrúar slitastjórna sem fréttastofa ræddi við sögðust ekki vita hvaða sjónarmiðum stjórnvöld byggðu á en sögðust fagna því að raunverulegar viðræður stjórnvalda við slitastjórnir væru að hefjast. Fundurinn með slitabúum föllnu bankanna á þriðjudag og undanþágan sem slitabú Landsbankans fékk til að greiða forgangskröfuhöfum vegna Icesave þykir vera til marks um að hjólin séu raunverulega farin að snúast þegar kemur að afnámi fjármagnshafta. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Sjá meira
Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa skilað tillögum að fullbúnum hugmyndum um afnám fjármagnshafta. Slitastjórnir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans hafa verið boðaðar á fund ráðgjafarnefndar um losun fjármagnshafta næstkomandi þriðjudag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að framkvæmdanefnd um afnám fjármagnshafta myndu skila fullmótuðum tillögum í þessari viku. Nánari upplýsingar um framkvæmdanefndina má sjá hér. Samkvæmt heimildum upplýsingum fréttastofu hefur þessum tillögum nú verið skilað til stýrinefndar um afnám hafta sem Bjarni Benediktsson leiðir. Aðrir fulltrúar í stýrinefndinni eru seðlabankastjóri, ráðuneytisstjórar forsætis- og fjármálaráðuneytis og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra.Á meðal þess sem framkvæmdanefndin leggur til er tillaga um flatan útgönguskatt á allt fjármagn í eigu slitabúanna, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Nefndur hefur verið 35 prósenta flatur skattur á fjármagn í eigu slitabúanna en sú tala hefur þó ekki fengist staðfest. Þá verða kynntar hugmyndir um framtíðareignarhald á Íslandsbanka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfuhafa, þ.e. slitabúa Glitnis annars vegar og Kaupþings hins vegar.Þörf að rökstyðja undanþágubeiðnir Slitastjórnir allra stóru föllnu bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbankans hafa verið boðaðar á fund á Grand hóteli á þriðjudag með framkvæmdanefnd um afnám fjármagnshafta. Ekki stendur til að ræða þessar tillögur þar og er talið ósennilegt að tillögurnar verði kynntar formlega á þessu ári. Í fundarboði er farið fram á að slitastjórnirnar geri grein fyrir undanþágubeiðnum slitabúanna frá fjármagnshöftum og rökstyðji hvernig undanþágurnar geti samrýmst áformum um afnám hafta bæði út frá efnahagslegu og samfélagslegu sjónarmiði og með tilliti til jafnræðissjónarmiða. Í tilviki Kaupþings og Glitnis var óskað eftir undanþágum í tengslum við nauðasamninga þessara banka. Fulltrúar slitastjórna sem fréttastofa ræddi við sögðust ekki vita hvaða sjónarmiðum stjórnvöld byggðu á en sögðust fagna því að raunverulegar viðræður stjórnvalda við slitastjórnir væru að hefjast. Fundurinn með slitabúum föllnu bankanna á þriðjudag og undanþágan sem slitabú Landsbankans fékk til að greiða forgangskröfuhöfum vegna Icesave þykir vera til marks um að hjólin séu raunverulega farin að snúast þegar kemur að afnámi fjármagnshafta.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Sjá meira