Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2014 18:30 Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent