Opna American Bar í Austurstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2014 12:45 Hermann Svensen lofar bestu kjúklingavængjunum í bænum. Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti. Staðurinn mun bera nafnið American Bar en eins og nafn barsins gefur til kynna verður áherslan amerískur matur, tónlist og skemmtun. Staðurinn opnar í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Bræðurnir hafa fest kaup á húsnæðinu og frakvæmdir eru þegar hafnar. „Það er búið að moka öllu þarna út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt,“ segir Hemmi í samtali við Vísi. Hann hélt utan til New York ásamt Ingvari bróður sínum og hönnuðinum Leifi Welding fyrir helgi. Leifur hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Fiskfélagið, Grillmarkaðinn og Sushi Samba svo fátt eitt sé nefnt.Gamli Thorvaldsen þar sem American Bar mun opna á nýju ári.Vísir/VilhelmMarkmiðið með ferðinni er að kynna sér allt hið besta í barmenningu Kanans. Staðurinn verður ólíkur þeirri trúbador stemmningu sem English Pub er þekktur fyrir. „Þetta verður ferskleiki í íslenskt skemmtanalíf,“ segir Hemmi. Boðið verði upp á hamborgara, svínarif og bestu kjúklingavængina sem fengist hafa á Íslandi að sögn Hemma. Keyrt verður á rokki, mikið til amerísku rokki, þar sem tónlistarmyndböndin verða keyrð á sjónvarpsskjám. „Svo verður amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar,“ segir Hemmi sem mun reka staðinn. Framkvæmdir standa yfir og vonast Hermann til að hægt verði að opna staðinn í byrjun febrúar. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Sjá meira
Bræðurnir Hermann og Ingvar Svendsen, sem komið hafa að rekstri English Pub í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði, ætla að opna nýjan skemmtistað í Austurstræti. Staðurinn mun bera nafnið American Bar en eins og nafn barsins gefur til kynna verður áherslan amerískur matur, tónlist og skemmtun. Staðurinn opnar í Austurstræti 8 þar sem Thorvaldsen var áður til húsa. Bræðurnir hafa fest kaup á húsnæðinu og frakvæmdir eru þegar hafnar. „Það er búið að moka öllu þarna út og við erum að byrja að innrétta staðinn upp á nýtt,“ segir Hemmi í samtali við Vísi. Hann hélt utan til New York ásamt Ingvari bróður sínum og hönnuðinum Leifi Welding fyrir helgi. Leifur hefur komið að hönnun veitingastaða á borð við Fiskfélagið, Grillmarkaðinn og Sushi Samba svo fátt eitt sé nefnt.Gamli Thorvaldsen þar sem American Bar mun opna á nýju ári.Vísir/VilhelmMarkmiðið með ferðinni er að kynna sér allt hið besta í barmenningu Kanans. Staðurinn verður ólíkur þeirri trúbador stemmningu sem English Pub er þekktur fyrir. „Þetta verður ferskleiki í íslenskt skemmtanalíf,“ segir Hemmi. Boðið verði upp á hamborgara, svínarif og bestu kjúklingavængina sem fengist hafa á Íslandi að sögn Hemma. Keyrt verður á rokki, mikið til amerísku rokki, þar sem tónlistarmyndböndin verða keyrð á sjónvarpsskjám. „Svo verður amerískur bjór, gott viský og auðvitað kokteilar,“ segir Hemmi sem mun reka staðinn. Framkvæmdir standa yfir og vonast Hermann til að hægt verði að opna staðinn í byrjun febrúar.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Sjá meira