Auglýsingatekjur af síðu Eiríks Jónssonar um fimm milljónir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. desember 2014 16:50 Tekjurnar af auglýsingum þrefölduðust á milli 2012 og 2013. Auglýsingatekjur af vefsíðunni Eirikurjonsson.is, sem er í eigu félagsins Eiríkur Jónsson ehf voru tæpar fimm milljónir króna árið 2013. Tekjurnar þrefölduðust milli ára, frá 2012, en Eiríkur segir að það skýrist af því að síðan var ekki uppi allt árið 2012. Hún fór í loftið í apríl það ár. Tap var af rekstri fyrirtækisins bæði árin, en það minnkaði umtalsvert í fyrra. Árið 2012 var 1,7 milljón króna tap á rekstrinum en árið 2013 nam tapið um 70 þúsund krónum. Eiríkur segist annars vera ánægður með árangurinn, 4,8 milljónir í auglýsingatekjur. En segist ekkert vita um tapið á rekstrinum. „Þú verður að spyrja endurskoðandann út í það.“ Á síðunni birtist mikill fjölda frétta, en Eiríkur segist ekki skrifa þær allar. „Nei, ég er með um tuttugu fréttararitara út um allt. Margir fyrrum blaðamenn. Ég ritstýri bara vefnum.“ Í ágúst var vefsíðan til umfjöllunar þegar Þorsteinn Guðnason, sem var að kaupa hlut í DV ehf, notaði sömu reikniformúlu og var notuð til reikna út virði vefsíðunnar DV.is til þess að reikna út virði vefsíðunnar eirikurjonsson.is. Þá fékk Þorsteinn út að vefsíða Eiríks væri 43 milljón króna virði. 60 prósenta hlutur sem er í eigu DV ehf væri 26 milljón króna virði og þá 40 prósenta hlutur í eigu Eiríks væri 17 milljóna virði. Eiríkur sagðist þá ekki hafa haft hugmynd um að hann ætti allar þessar milljónir. „„Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætti við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ sagði hann í samtali við Vísi í ágúst. Hann bætti við að vefurinn væri til sölu fyrir þessa upphæð, en hefur ekki enn náð að selja sinn hlut fyrir 17 milljónir. Vísir sagði frá því í mars árið 2012 að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum. Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag "Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag,“ segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is. 8. mars 2012 09:30 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Auglýsingatekjur af vefsíðunni Eirikurjonsson.is, sem er í eigu félagsins Eiríkur Jónsson ehf voru tæpar fimm milljónir króna árið 2013. Tekjurnar þrefölduðust milli ára, frá 2012, en Eiríkur segir að það skýrist af því að síðan var ekki uppi allt árið 2012. Hún fór í loftið í apríl það ár. Tap var af rekstri fyrirtækisins bæði árin, en það minnkaði umtalsvert í fyrra. Árið 2012 var 1,7 milljón króna tap á rekstrinum en árið 2013 nam tapið um 70 þúsund krónum. Eiríkur segist annars vera ánægður með árangurinn, 4,8 milljónir í auglýsingatekjur. En segist ekkert vita um tapið á rekstrinum. „Þú verður að spyrja endurskoðandann út í það.“ Á síðunni birtist mikill fjölda frétta, en Eiríkur segist ekki skrifa þær allar. „Nei, ég er með um tuttugu fréttararitara út um allt. Margir fyrrum blaðamenn. Ég ritstýri bara vefnum.“ Í ágúst var vefsíðan til umfjöllunar þegar Þorsteinn Guðnason, sem var að kaupa hlut í DV ehf, notaði sömu reikniformúlu og var notuð til reikna út virði vefsíðunnar DV.is til þess að reikna út virði vefsíðunnar eirikurjonsson.is. Þá fékk Þorsteinn út að vefsíða Eiríks væri 43 milljón króna virði. 60 prósenta hlutur sem er í eigu DV ehf væri 26 milljón króna virði og þá 40 prósenta hlutur í eigu Eiríks væri 17 milljóna virði. Eiríkur sagðist þá ekki hafa haft hugmynd um að hann ætti allar þessar milljónir. „„Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætti við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ sagði hann í samtali við Vísi í ágúst. Hann bætti við að vefurinn væri til sölu fyrir þessa upphæð, en hefur ekki enn náð að selja sinn hlut fyrir 17 milljónir. Vísir sagði frá því í mars árið 2012 að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum.
Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag "Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag,“ segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is. 8. mars 2012 09:30 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag "Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag,“ segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is. 8. mars 2012 09:30