Viðskipti innlent

Verðtryggingarmálin fyrir dóm 5. janúar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Aðalmeðferð fer nú fram í kjölfar þess að EFTA dómstóllinn veitti ráðgefandi álit sín um verðtrygginguna.
Aðalmeðferð fer nú fram í kjölfar þess að EFTA dómstóllinn veitti ráðgefandi álit sín um verðtrygginguna.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ákveðið að aðalmeðferð í tveimur fyrstu málunum þar sem reynir á lögmæti verðtryggingar neytendalánasamninga gagnvart íslenskum lagareglum sem fela í sér innleiðingu EES-réttar, muni fara fram 5. janúar.

Annars vegar er um að ræða mál sem lántakandi höfðaði gegn Íslandsbanka og hins vegar sem lántakendur höfðuðu gegn Íbúðalánasjóði. Aðalmeðferð fer nú fram í kjölfar þess að EFTA dómstóllinn hefur veitt ráðgefandi álit um hvernig túlka beri tilskipanir Evrópusambandsins um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum, nr. 93/13 og um neytendalán, nr. 87/102.

Á heimasíðu Nordik lögfræðiþjónustu, en Einar Páll Tamimi flytur fyrrnefnda málið fyrir hönd lántakenda, segir að víst sé að mikill titringur er víða vegna hinna víðfemu áhrifa sem niðurstöður málanna geta haft, einkum hafi lántakendur betur.

Búast má við dómum í málunum tveimur fyrir lok febrúarmánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×