Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Sporvagnar í Reykjavík

Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag.
Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag.
Fjallað er um þau tækifæri sem geta falist í því að leggja léttlestakerfi (sporvagna) í Reykjavík í nýju tölublaði Markaðarins sem kom út í dag. Þar segir meðal annars að kerfið geti stuðlað að dreifingu hótelrýmis í borginni og skapað stórborgarbrag í ys og þys skiptistöðvanna.

Einnig er í blaðinu greint frá áhuga breskra fjárfesta á íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Jivaro, sem framleiðir nú hugbúnað og samfélagsmiðil fyrir þá sem spila póker á netinu, og viðtal við Guðjón Auðunsson, forstjóra Reita, um 68 milljarða króna endurfjármögnun fasteignafélagsins og næstu verkefni.

Stjórnarmaðurinn og Skjóðan eru á sínum stað og Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri Azazo, stiklar á stóru í sögu tæknifyrirtækisins sem hefur nú fjárfest fyrir tvo milljarða króna og hyggur á landvinninga erlendis. Þetta og fleira í Markaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×