Tekjur sjávarútvegsfélaga námu 263 milljörðum árið 2013 Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2014 14:37 vísir/stefán Íslandsbanki gaf í dag út nýja skýrslu um sjávarútveg á Íslandi en í henni er fjallað er fjallað um þýðingu sjávarútvegs fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni. Í skýrslunni segir að beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu hafi verið 10% árið 2013. Hlutfall veiða var 6,3% og hlutfall vinnslu 3,7%. Óbeint framlag sjávarútvegs er talsvert umfangsmeira og hafa rannsóknir á vegum íslenska sjávarklasans bent til þess að fyrirtæki sem tilheyra sjávarklasanum standi undir um 25-30% landsframleiðslunnar. 8.600 manns störfuðu með beinum hætti við sjávarútveg á árinu 2013. Fleiri störf voru í landi en úti á sjó í fyrsta sinn síðan árið 2004 og störfuðu 5000 manns í landi eða um 58%. Í skýrslunni kemur fram að íslenski fiskiskipaflotinn hafi dregist saman í fjölda og brúttótonnum, hvoru tveggja um 15% frá árinu 2000 og meðalaldur flotans hafi verið 25 ár á árinu 2013. Síðastliðna þrjá áratugi hafi þorskaflinn dregist saman um næstum helming en á sama tíma hafa útflutningsverðmæti aflans aukist um 138%. Tekjur sjávarútvegsfélaga árið 2013 námu 263 milljörðum sem er 5% samdráttur frá fyrra ári. EBITDA var 62 milljarðar og dróst hún saman um 20% frá árinu 2012. Arðgreiðslur á árinu 2013 námu tæpum 12 milljörðum og hafa aukist um 5,5 milljarða á milli ára eða sem nemur 87% eftir því sem kemur fram í skýrslu Íslandsbanka. Fjárfestingar í sjávarútvegi voru 11 milljarðar árið 2013 sem er 22% yfir meðalfjárfestingu síðastliðins áratugar eða svo. Áætlanir gera ráð fyrir að fiskeldisframleiðsla muni tvöfaldast á milli áranna 2013 og 2015 og að um 13.700 tonnum verði slátrað árið 2015. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Íslandsbanki gaf í dag út nýja skýrslu um sjávarútveg á Íslandi en í henni er fjallað er fjallað um þýðingu sjávarútvegs fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni. Í skýrslunni segir að beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu hafi verið 10% árið 2013. Hlutfall veiða var 6,3% og hlutfall vinnslu 3,7%. Óbeint framlag sjávarútvegs er talsvert umfangsmeira og hafa rannsóknir á vegum íslenska sjávarklasans bent til þess að fyrirtæki sem tilheyra sjávarklasanum standi undir um 25-30% landsframleiðslunnar. 8.600 manns störfuðu með beinum hætti við sjávarútveg á árinu 2013. Fleiri störf voru í landi en úti á sjó í fyrsta sinn síðan árið 2004 og störfuðu 5000 manns í landi eða um 58%. Í skýrslunni kemur fram að íslenski fiskiskipaflotinn hafi dregist saman í fjölda og brúttótonnum, hvoru tveggja um 15% frá árinu 2000 og meðalaldur flotans hafi verið 25 ár á árinu 2013. Síðastliðna þrjá áratugi hafi þorskaflinn dregist saman um næstum helming en á sama tíma hafa útflutningsverðmæti aflans aukist um 138%. Tekjur sjávarútvegsfélaga árið 2013 námu 263 milljörðum sem er 5% samdráttur frá fyrra ári. EBITDA var 62 milljarðar og dróst hún saman um 20% frá árinu 2012. Arðgreiðslur á árinu 2013 námu tæpum 12 milljörðum og hafa aukist um 5,5 milljarða á milli ára eða sem nemur 87% eftir því sem kemur fram í skýrslu Íslandsbanka. Fjárfestingar í sjávarútvegi voru 11 milljarðar árið 2013 sem er 22% yfir meðalfjárfestingu síðastliðins áratugar eða svo. Áætlanir gera ráð fyrir að fiskeldisframleiðsla muni tvöfaldast á milli áranna 2013 og 2015 og að um 13.700 tonnum verði slátrað árið 2015.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun