Umfjöllun og viðtöl. Stjarnan - Akureyri 24-24 | Stjarnan fyrst til að taka stig af Atla Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 22. nóvember 2014 00:01 Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira