Varaði fyrri ríkisstjórn við flokkspólítískum ramma Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2014 10:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í mars 2012 að flokkspólitísk rammaáætlun myndi ekki lifa af ríkisstjórnina. Vísir/GVA. Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. „Ef þetta verður mjög flokkspólitískt, og kannski stjórnarflokkapólitískt, þá er hætt við því að þetta verði bara ónýtt um leið og ný stjórn kemur til valda,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þann 8. mars árið 2012, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um nýtingu orkuauðlinda á Íslandi. Þá hafði dregist vikum saman að áætlunin birtist á Alþingi vegna átaka innan stjórnarflokkanna. Össur Skarphéðinsson, einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, upplýsti síðar í bók sinni „Ár drekans“ um það sem gekk á bak við tjöldin þessar vikurnar á stjórnarheimilinu og hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar notuðu rammaáætlun og Þjórsárvirkjanir sem skiptimynt í viðræðum við ráðherra Vinstri grænna í von um að þoka áfram viðræðum um Evrópusambandsaðild. Össur, sem er doktor í líffræði laxfiska, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Engu að síður hefðu þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir lokið samningum við VG og gefið þau fyrirmæli að nota skyldi rök Orra Vigfússonar um laxastofna til að útskýra frestun Þjórsár, þrátt fyrir að Össur hefði blásið á þau. Þetta gerðist í sömu viku og forstjóri Landsvirkjunar lét þau orð falla á fundi Verkfræðingafélagsins að það yrði slæmt ef þetta yrði flokkspólitísk ákvörðun. Sagði Hörður Arnarson að til þess að rammaáætlun virkaði hefði þurft að koma breið sátt út úr ferlinu, og helst þvert á flokka, sem myndi lifa af ríkisstjórnir. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, flutti erindi á sama fundi og sagði það frekar súrt í broti, eftir alla þessa vinnu, ef rammaáætlun lenti í einhverjum farvegi í lokin, sem gerði það að verkum að það plagg yrði ekki eins mikils virði eins og það stefndi í með faglegu vinnunni. Horfa yrði til miklu lengri tíma en svo að hægt yrði að láta pólitískan skollaleik ráða. Tengdar fréttir „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. „Ef þetta verður mjög flokkspólitískt, og kannski stjórnarflokkapólitískt, þá er hætt við því að þetta verði bara ónýtt um leið og ný stjórn kemur til valda,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þann 8. mars árið 2012, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um nýtingu orkuauðlinda á Íslandi. Þá hafði dregist vikum saman að áætlunin birtist á Alþingi vegna átaka innan stjórnarflokkanna. Össur Skarphéðinsson, einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, upplýsti síðar í bók sinni „Ár drekans“ um það sem gekk á bak við tjöldin þessar vikurnar á stjórnarheimilinu og hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar notuðu rammaáætlun og Þjórsárvirkjanir sem skiptimynt í viðræðum við ráðherra Vinstri grænna í von um að þoka áfram viðræðum um Evrópusambandsaðild. Össur, sem er doktor í líffræði laxfiska, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Engu að síður hefðu þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir lokið samningum við VG og gefið þau fyrirmæli að nota skyldi rök Orra Vigfússonar um laxastofna til að útskýra frestun Þjórsár, þrátt fyrir að Össur hefði blásið á þau. Þetta gerðist í sömu viku og forstjóri Landsvirkjunar lét þau orð falla á fundi Verkfræðingafélagsins að það yrði slæmt ef þetta yrði flokkspólitísk ákvörðun. Sagði Hörður Arnarson að til þess að rammaáætlun virkaði hefði þurft að koma breið sátt út úr ferlinu, og helst þvert á flokka, sem myndi lifa af ríkisstjórnir. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, flutti erindi á sama fundi og sagði það frekar súrt í broti, eftir alla þessa vinnu, ef rammaáætlun lenti í einhverjum farvegi í lokin, sem gerði það að verkum að það plagg yrði ekki eins mikils virði eins og það stefndi í með faglegu vinnunni. Horfa yrði til miklu lengri tíma en svo að hægt yrði að láta pólitískan skollaleik ráða.
Tengdar fréttir „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20
Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47
Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15