Á bjargi byggði ... Guðrún Gígja Aradóttir skrifar 10. nóvember 2014 16:30 Mig langar aðeins að deila með ykkur mínum hugleiðingum um verkfall tónlistarkennara nú þegar tónlistarkennarar verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Sjálf læri ég á fiðlu og hef gert síðan ég var 5 ára gömul. Tónlistarnemendur hafa ekki verið nógu áberandi í þessu verkfalli og ætla ég að reyna að bæta úr því. Ég held að ég tali fyrir flesta nemendur þegar ég segi að við styðjum að sjálfsögðu við bakið á tónlistarkennurum en við viljum líka að þessu verkfalli ljúki. Við erum mörg komin á framhaldsstig og því farið að styttast í útskrift en með þessu verkfalli þá missum við dýrmætan tíma með kennaranum okkar. Þrátt fyrir það þá líðum við ekki það misrétti sem tónlistarkennarar hafa fengið að upplifa. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu marga góða tónlistarmenn við eigum á þessari litlu eyju? Hvaðan haldið þið að þeir komi? Margir af okkar flinkustu tónlistarmönnum eru einnig tónlistarkennarar. Þeir hafa verið að læra og æfa sig tímunum saman frá blautu barnsbeini til að sérhæfa sig í þessari grein. Þetta fólk hefði getað orðið hvað sem er en þau ákváðu að fylgja ástríðu sinni og verða tónlistarmenn. Eftir að hafa útskrifast úr tilteknum tónlistarskóla er stefnan oft tekin út fyrir klakann í einhvern virtan tónlistarháskóla úti í heimi. Svo þegar kennarar koma heima úr löngu framhaldsnámi býðst þeim lægra launað starf en aðrir kennarar í KÍ hafa. Er of mikið að biðja um jafnrétti í sama stéttarfélagi? Það má líkja þessari aðför sveitarfélaganna að tónlistarmenntun á Íslandi við barnalagið „Á sandi byggði heimskur maður hús“ þar sem húsið stendur fyrir tónlistina á Íslandi. Grunnurinn að öllu tónlistarlífi er að sjálfsögðu tónlistarkennarar sem og tónlistarskólar og hefur þessi grunnur verið einn sá besti í Evrópu. En við verðum að horfa lengra fram í tímann. Ef stjórnin nær að valta yfir okkur og skera niður eins og henni sýnist eyðileggur hún grunninn sem við reisum húsið á og íslenska tónlistarmenningin (eins og við þekkjum hana hrynur. Því bið ég ykkur, kæra samninganefnd, takið ábyrgð á framtíðinni og semjið við tónlistarkennara strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Mig langar aðeins að deila með ykkur mínum hugleiðingum um verkfall tónlistarkennara nú þegar tónlistarkennarar verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Sjálf læri ég á fiðlu og hef gert síðan ég var 5 ára gömul. Tónlistarnemendur hafa ekki verið nógu áberandi í þessu verkfalli og ætla ég að reyna að bæta úr því. Ég held að ég tali fyrir flesta nemendur þegar ég segi að við styðjum að sjálfsögðu við bakið á tónlistarkennurum en við viljum líka að þessu verkfalli ljúki. Við erum mörg komin á framhaldsstig og því farið að styttast í útskrift en með þessu verkfalli þá missum við dýrmætan tíma með kennaranum okkar. Þrátt fyrir það þá líðum við ekki það misrétti sem tónlistarkennarar hafa fengið að upplifa. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu marga góða tónlistarmenn við eigum á þessari litlu eyju? Hvaðan haldið þið að þeir komi? Margir af okkar flinkustu tónlistarmönnum eru einnig tónlistarkennarar. Þeir hafa verið að læra og æfa sig tímunum saman frá blautu barnsbeini til að sérhæfa sig í þessari grein. Þetta fólk hefði getað orðið hvað sem er en þau ákváðu að fylgja ástríðu sinni og verða tónlistarmenn. Eftir að hafa útskrifast úr tilteknum tónlistarskóla er stefnan oft tekin út fyrir klakann í einhvern virtan tónlistarháskóla úti í heimi. Svo þegar kennarar koma heima úr löngu framhaldsnámi býðst þeim lægra launað starf en aðrir kennarar í KÍ hafa. Er of mikið að biðja um jafnrétti í sama stéttarfélagi? Það má líkja þessari aðför sveitarfélaganna að tónlistarmenntun á Íslandi við barnalagið „Á sandi byggði heimskur maður hús“ þar sem húsið stendur fyrir tónlistina á Íslandi. Grunnurinn að öllu tónlistarlífi er að sjálfsögðu tónlistarkennarar sem og tónlistarskólar og hefur þessi grunnur verið einn sá besti í Evrópu. En við verðum að horfa lengra fram í tímann. Ef stjórnin nær að valta yfir okkur og skera niður eins og henni sýnist eyðileggur hún grunninn sem við reisum húsið á og íslenska tónlistarmenningin (eins og við þekkjum hana hrynur. Því bið ég ykkur, kæra samninganefnd, takið ábyrgð á framtíðinni og semjið við tónlistarkennara strax!
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar