Á bjargi byggði ... Guðrún Gígja Aradóttir skrifar 10. nóvember 2014 16:30 Mig langar aðeins að deila með ykkur mínum hugleiðingum um verkfall tónlistarkennara nú þegar tónlistarkennarar verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Sjálf læri ég á fiðlu og hef gert síðan ég var 5 ára gömul. Tónlistarnemendur hafa ekki verið nógu áberandi í þessu verkfalli og ætla ég að reyna að bæta úr því. Ég held að ég tali fyrir flesta nemendur þegar ég segi að við styðjum að sjálfsögðu við bakið á tónlistarkennurum en við viljum líka að þessu verkfalli ljúki. Við erum mörg komin á framhaldsstig og því farið að styttast í útskrift en með þessu verkfalli þá missum við dýrmætan tíma með kennaranum okkar. Þrátt fyrir það þá líðum við ekki það misrétti sem tónlistarkennarar hafa fengið að upplifa. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu marga góða tónlistarmenn við eigum á þessari litlu eyju? Hvaðan haldið þið að þeir komi? Margir af okkar flinkustu tónlistarmönnum eru einnig tónlistarkennarar. Þeir hafa verið að læra og æfa sig tímunum saman frá blautu barnsbeini til að sérhæfa sig í þessari grein. Þetta fólk hefði getað orðið hvað sem er en þau ákváðu að fylgja ástríðu sinni og verða tónlistarmenn. Eftir að hafa útskrifast úr tilteknum tónlistarskóla er stefnan oft tekin út fyrir klakann í einhvern virtan tónlistarháskóla úti í heimi. Svo þegar kennarar koma heima úr löngu framhaldsnámi býðst þeim lægra launað starf en aðrir kennarar í KÍ hafa. Er of mikið að biðja um jafnrétti í sama stéttarfélagi? Það má líkja þessari aðför sveitarfélaganna að tónlistarmenntun á Íslandi við barnalagið „Á sandi byggði heimskur maður hús“ þar sem húsið stendur fyrir tónlistina á Íslandi. Grunnurinn að öllu tónlistarlífi er að sjálfsögðu tónlistarkennarar sem og tónlistarskólar og hefur þessi grunnur verið einn sá besti í Evrópu. En við verðum að horfa lengra fram í tímann. Ef stjórnin nær að valta yfir okkur og skera niður eins og henni sýnist eyðileggur hún grunninn sem við reisum húsið á og íslenska tónlistarmenningin (eins og við þekkjum hana hrynur. Því bið ég ykkur, kæra samninganefnd, takið ábyrgð á framtíðinni og semjið við tónlistarkennara strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Mig langar aðeins að deila með ykkur mínum hugleiðingum um verkfall tónlistarkennara nú þegar tónlistarkennarar verið í verkfalli í rúmar tvær vikur. Sjálf læri ég á fiðlu og hef gert síðan ég var 5 ára gömul. Tónlistarnemendur hafa ekki verið nógu áberandi í þessu verkfalli og ætla ég að reyna að bæta úr því. Ég held að ég tali fyrir flesta nemendur þegar ég segi að við styðjum að sjálfsögðu við bakið á tónlistarkennurum en við viljum líka að þessu verkfalli ljúki. Við erum mörg komin á framhaldsstig og því farið að styttast í útskrift en með þessu verkfalli þá missum við dýrmætan tíma með kennaranum okkar. Þrátt fyrir það þá líðum við ekki það misrétti sem tónlistarkennarar hafa fengið að upplifa. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu marga góða tónlistarmenn við eigum á þessari litlu eyju? Hvaðan haldið þið að þeir komi? Margir af okkar flinkustu tónlistarmönnum eru einnig tónlistarkennarar. Þeir hafa verið að læra og æfa sig tímunum saman frá blautu barnsbeini til að sérhæfa sig í þessari grein. Þetta fólk hefði getað orðið hvað sem er en þau ákváðu að fylgja ástríðu sinni og verða tónlistarmenn. Eftir að hafa útskrifast úr tilteknum tónlistarskóla er stefnan oft tekin út fyrir klakann í einhvern virtan tónlistarháskóla úti í heimi. Svo þegar kennarar koma heima úr löngu framhaldsnámi býðst þeim lægra launað starf en aðrir kennarar í KÍ hafa. Er of mikið að biðja um jafnrétti í sama stéttarfélagi? Það má líkja þessari aðför sveitarfélaganna að tónlistarmenntun á Íslandi við barnalagið „Á sandi byggði heimskur maður hús“ þar sem húsið stendur fyrir tónlistina á Íslandi. Grunnurinn að öllu tónlistarlífi er að sjálfsögðu tónlistarkennarar sem og tónlistarskólar og hefur þessi grunnur verið einn sá besti í Evrópu. En við verðum að horfa lengra fram í tímann. Ef stjórnin nær að valta yfir okkur og skera niður eins og henni sýnist eyðileggur hún grunninn sem við reisum húsið á og íslenska tónlistarmenningin (eins og við þekkjum hana hrynur. Því bið ég ykkur, kæra samninganefnd, takið ábyrgð á framtíðinni og semjið við tónlistarkennara strax!
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun