Austasti bær landsins lengist enn til austurs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2014 19:00 Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00