Austasti bær landsins lengist enn til austurs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2014 19:00 Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00