Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 20:00 Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira