Viðskipti innlent

Gildi kaupir í VÍS fyrir 261 milljón

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gildi lífeyrissjóður keypti í morgun 30 milljónir hluta í Vátryggingafélagi Íslands.

Miðað við gengi bréfanna í dag, 8,7, er markaðsvirði keypts hlutar 261 milljón króna. Þetta kemur fram í flöggun til Kauphallar Íslands. Slík tilkynning er send þegar kaupandi fer yfir 5 prósent eignarhlut eða seljandi fer undir 5 prósent eignarhlut.

Eftir viðskiptin á Gildi 5,96 prósent hlut í VÍS. Verðmæti hlutarins nemur 1,3 milljörðum króna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×