Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 17:25 Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent
Skemmtileg myndbandakeppni stendur nú yfir hjá Löðri þar sem ein milljón króna er í verðlaun fyrir besta myndbandið. Það er ekki að spyrja að óskabarni þjóðarinnar og spéfuglinum Ómari Ragnarssyni en hann lét sig hafa það að fara í gegnum þvottastöðina á opnum smábíl og þvær sem gaumgæfilega sjálfur í leiðinni. Á meðan á þvottinum stóð var 5 stiga frost úti og líklega inni þvottastöðinni líka svo Ómari hefur vafalaust orðið nokkuð kalt, en hann lætur ekki svoleiðis smáræði stöðva sig í að skemmta þjóðinni, sem fyrr. Þessi gjörningur Ómars er heldur ekki hættulaus því ekki er gert ráð fyrir því að fólk fari í gegnum stöðina með háþrýstiþvotti, sem þarna dynur á Ómari. Hann verður einnig fyrir gusum af Rain-X, svo nú er líklega erfitt að ná tökum á Ómari og enn erfiðara þar sem þvottinum lauk með bónmeðferð.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent