No @U2 this week. But we'll think of something and send vibes to Bono for a speedy recovery.
— jimmy fallon (@jimmyfallon) November 17, 2014
Bono slasast í New York

Söngvari U2, Bono slasaðist illa er hann datt á mótorhjóli sínu i Central Park á sunnudag. Þarf hann að gangast undir aðgerð á hendi eftir slysið. Var hann staddur í New York ásamt öðrum meðlimum U2 þar sem fyrirhugað var að þeir myndu skemmta í þætti Jimmy Fallon, The Tonight Show alla vikuna. Birti Fallon færslu á twitter þar sem hann tilkynnti að U2 myndu ekki koma fram í vikunni og sendi óskir um hraðann bata til Bono.