Afnám hafta getur tekist vel og illa Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2014 19:53 Seðlabankastjóri segir að þótt nú séu um margt kjöraðstæður til afnáms gjaldeyrishafta þurfi að ígrunda hvert skref í þeim efnum vandlega. Það gæti tekist bæði feikilega vel og illa að afnema höftin og hann ítrekar að samningar á vinnumarkaði komi til með að hafa áhrif á vaxtastigið í landinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sat ásamt öðrum embættismönnum Seðlabankans fyrir svörum fulltrúa í efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi í morgun. Hann var meðal annars spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og sagði að nú hefði tekist að skapa 40 til 50 milljarða óskuldsettan gjaldeyrisforða. Það væri því rétt að ágætar aðstæður væru til að taka stærri skref til afnáms gjaldeyrishafta. „En þá skiptir líka máli að þau skref séu séu vel ígrunduð. Það er ekki nóg að bara kringumstæðurnar séu góðar, heldur að það séu valin réttu skrefin. Vegna þess að við vitum það náttúrlega öll að þarna getur bæði tekist feikilega vel til og þarna getur tekist feikilega illa til,“ sagði Már. Allir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir áramót og læknadeilan og fleiri erfið mál eru óleyst. Seðlabankastjóri sagði nefndarmönnum að það skipti miklu máli hvernig til tækist í kjaramálum. Miðað við spár um framleiðniaukningu upp á 1 prósent væri kannski svigrúm til árlegra launahækkana upp á um 3,5 prósent ef halda ætti verðbólgumarkmiðum. Þar væru stýrivextir aðaltæki Seðlabankans og áhrifamikið. „Þótt þeir hafi á jaðrinum ekki mjög mikil áhrif á fjárfestingastigið þá eru önnur áhrif. Það er alveg ljóst að vextirnir draga úr svigrúmi til launahækkana. Þeir eru líka ákveðin hótun sem var notuð í kringum síðustu kjarasamninga og virkaði vel. Og af hverju virkaði hún vel? Jú vegna þess að við höfumhækkað vexti eftir of miklar launahækkanir vorið 2011,“ sagði Már Guðmundsson á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að þótt nú séu um margt kjöraðstæður til afnáms gjaldeyrishafta þurfi að ígrunda hvert skref í þeim efnum vandlega. Það gæti tekist bæði feikilega vel og illa að afnema höftin og hann ítrekar að samningar á vinnumarkaði komi til með að hafa áhrif á vaxtastigið í landinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sat ásamt öðrum embættismönnum Seðlabankans fyrir svörum fulltrúa í efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi í morgun. Hann var meðal annars spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og sagði að nú hefði tekist að skapa 40 til 50 milljarða óskuldsettan gjaldeyrisforða. Það væri því rétt að ágætar aðstæður væru til að taka stærri skref til afnáms gjaldeyrishafta. „En þá skiptir líka máli að þau skref séu séu vel ígrunduð. Það er ekki nóg að bara kringumstæðurnar séu góðar, heldur að það séu valin réttu skrefin. Vegna þess að við vitum það náttúrlega öll að þarna getur bæði tekist feikilega vel til og þarna getur tekist feikilega illa til,“ sagði Már. Allir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losna eftir áramót og læknadeilan og fleiri erfið mál eru óleyst. Seðlabankastjóri sagði nefndarmönnum að það skipti miklu máli hvernig til tækist í kjaramálum. Miðað við spár um framleiðniaukningu upp á 1 prósent væri kannski svigrúm til árlegra launahækkana upp á um 3,5 prósent ef halda ætti verðbólgumarkmiðum. Þar væru stýrivextir aðaltæki Seðlabankans og áhrifamikið. „Þótt þeir hafi á jaðrinum ekki mjög mikil áhrif á fjárfestingastigið þá eru önnur áhrif. Það er alveg ljóst að vextirnir draga úr svigrúmi til launahækkana. Þeir eru líka ákveðin hótun sem var notuð í kringum síðustu kjarasamninga og virkaði vel. Og af hverju virkaði hún vel? Jú vegna þess að við höfumhækkað vexti eftir of miklar launahækkanir vorið 2011,“ sagði Már Guðmundsson á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira