„Við steikjum KR-ingana kanalausir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 12:26 Vísir/Daníel/Stefán Grindavík er enn að leita sér að nýjum Bandaríkjamanni en Joey Haywood er farinn frá félaginu. Hann spilaði sinn síðasta leik í sigrinum á Þór á fimmtudagskvöld. Grindavík missti Sigurð Þorsteinsson í atvinnumennsku til Svíþjóðar skömmu áður en tímabilið hófst og er nú að leita sér að miðherja í hans stað. „Okkur vantar hávaxnari leikmann, en það er leiðinlegt að senda jafn góðan leikmann heim. Það er sjaldan sem maður lendir í því, en í þessu tilfelli er það þannig. Við ætlum að fá stærri leikmann sem hjálpar okkur meira inni í teig,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi eftir sigurinn á fimmtudag. „Leit stendur enn yfir. Það er nóg úrval en ég get ekkert sagt um hvað verður,“ sagði Jón Gauti Dagbjartsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Við erum í sambandi við bæði leikmenn og umboðsmenn og erum að reyna að velja þann eina rétta. Við fórum í gegnum fjóra Kana í fyrra en þar áður höfðum við verið mjög heppnir með útlendinga.“ „Það er ekkert stress á okkur. Við erum lemstraðir og vitum af því en við verðum fullmannaðir um jólin. Við ætlum að flýta okkur hægt og finna rétta leikmanninn,“ sagði Jón Gauti en Grindavík mætir KR í vesturbænum á fimmtudaginn. Liðið verður þá alíslenskt. „Við stekjum KR-ingana kanalausir,“ sagði hann í léttum dúr. „Við ætlum að láta þá hafa fyrir hlutunum.“ Íslensk félög þurfa nú að fá leyfi fyrir erlenda leikmenn hjá bæði Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun áður en þeir koma til landsins. Leikmennirnir þurfa enn fremur að framvísa sakavottorði en allt ferlið getur tekið þó nokkra daga. Það eru því líkur á að það muni líða nokkur tími áður en Grindavík fær nýjan Bandaríkjamann í gula búninginn. Grindavík er í fimmta sæti Domino's-deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindavík fær stigahæsta leikmann dönsku deildarinnar Lið Grindavíkur í Domino's deild karla hefur samið við Kanadamanninn Joey Haywood að leika með liðinu í vetur. 10. október 2014 11:30 Grindavík skiptir um Kana | Haywood lék sinn síðasta leik í kvöld Kanadamaðurinn Joey Haywood lék sinn síðasta leik með Grindavík í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. 30. október 2014 21:10 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Grindavík er enn að leita sér að nýjum Bandaríkjamanni en Joey Haywood er farinn frá félaginu. Hann spilaði sinn síðasta leik í sigrinum á Þór á fimmtudagskvöld. Grindavík missti Sigurð Þorsteinsson í atvinnumennsku til Svíþjóðar skömmu áður en tímabilið hófst og er nú að leita sér að miðherja í hans stað. „Okkur vantar hávaxnari leikmann, en það er leiðinlegt að senda jafn góðan leikmann heim. Það er sjaldan sem maður lendir í því, en í þessu tilfelli er það þannig. Við ætlum að fá stærri leikmann sem hjálpar okkur meira inni í teig,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi eftir sigurinn á fimmtudag. „Leit stendur enn yfir. Það er nóg úrval en ég get ekkert sagt um hvað verður,“ sagði Jón Gauti Dagbjartsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Við erum í sambandi við bæði leikmenn og umboðsmenn og erum að reyna að velja þann eina rétta. Við fórum í gegnum fjóra Kana í fyrra en þar áður höfðum við verið mjög heppnir með útlendinga.“ „Það er ekkert stress á okkur. Við erum lemstraðir og vitum af því en við verðum fullmannaðir um jólin. Við ætlum að flýta okkur hægt og finna rétta leikmanninn,“ sagði Jón Gauti en Grindavík mætir KR í vesturbænum á fimmtudaginn. Liðið verður þá alíslenskt. „Við stekjum KR-ingana kanalausir,“ sagði hann í léttum dúr. „Við ætlum að láta þá hafa fyrir hlutunum.“ Íslensk félög þurfa nú að fá leyfi fyrir erlenda leikmenn hjá bæði Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun áður en þeir koma til landsins. Leikmennirnir þurfa enn fremur að framvísa sakavottorði en allt ferlið getur tekið þó nokkra daga. Það eru því líkur á að það muni líða nokkur tími áður en Grindavík fær nýjan Bandaríkjamann í gula búninginn. Grindavík er í fimmta sæti Domino's-deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindavík fær stigahæsta leikmann dönsku deildarinnar Lið Grindavíkur í Domino's deild karla hefur samið við Kanadamanninn Joey Haywood að leika með liðinu í vetur. 10. október 2014 11:30 Grindavík skiptir um Kana | Haywood lék sinn síðasta leik í kvöld Kanadamaðurinn Joey Haywood lék sinn síðasta leik með Grindavík í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. 30. október 2014 21:10 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Grindavík fær stigahæsta leikmann dönsku deildarinnar Lið Grindavíkur í Domino's deild karla hefur samið við Kanadamanninn Joey Haywood að leika með liðinu í vetur. 10. október 2014 11:30
Grindavík skiptir um Kana | Haywood lék sinn síðasta leik í kvöld Kanadamaðurinn Joey Haywood lék sinn síðasta leik með Grindavík í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. 30. október 2014 21:10