Birta tölvuleiki sem þú þekkir úr gömlu spilasölunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 13:17 Það ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á vef Internet Archives. Nú geta einhverjir kvatt plön sín í vikunni því Internet Archive, stofnun sem safnar og birtir afrit af vefsíðum aftur í tímann, hefur gert 900 tölvuleiki frá árunum 1970 til 2000 aðgengilega á síðunni. Leikirnir sem umræðir voru hannaðir fyrir leikjavélar sem gjarnan mátti finna í sérstökum spilasölum þar sem smápeningum var dælt í þær til að fá að spila. Núna getur hinsvegar hver sem er spilað þá á netinu – frítt. Tilgangurinn með birtingu leikjanna er að varðveita stafræna menningarsögu. Leikirnir keyra á hugbúnaði sem stofnunin þróaði sem gerir fólki kleift að keyra gamlan hugbúnað í flestum nútímavöfrum. Áður hefur stofnunin birt klassíska tölvuleiki sem spilaðir voru í hefðbundnum leikjatölvum á borð við gömlu Atari-vélarnar auk fjölda annarra gamalla forrita. Leikjavísir Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Nú geta einhverjir kvatt plön sín í vikunni því Internet Archive, stofnun sem safnar og birtir afrit af vefsíðum aftur í tímann, hefur gert 900 tölvuleiki frá árunum 1970 til 2000 aðgengilega á síðunni. Leikirnir sem umræðir voru hannaðir fyrir leikjavélar sem gjarnan mátti finna í sérstökum spilasölum þar sem smápeningum var dælt í þær til að fá að spila. Núna getur hinsvegar hver sem er spilað þá á netinu – frítt. Tilgangurinn með birtingu leikjanna er að varðveita stafræna menningarsögu. Leikirnir keyra á hugbúnaði sem stofnunin þróaði sem gerir fólki kleift að keyra gamlan hugbúnað í flestum nútímavöfrum. Áður hefur stofnunin birt klassíska tölvuleiki sem spilaðir voru í hefðbundnum leikjatölvum á borð við gömlu Atari-vélarnar auk fjölda annarra gamalla forrita.
Leikjavísir Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira