Viðskipti innlent

Viðskipti með hlutabréf aukast mikið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel.
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel. Vísir/Anton Brink
Viðskipti með hlutabréf í októbermánuði námu rúmlega 32 milljörðum króna eða rúmum milljarði á dag. Það er 78% hækkun frá því í september og 64% hækkun á milli ára.

Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel, upp á 6,3 milljarða. Þá voru mikil viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group og Vátryggingafélagi Íslands.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,97% milli ára og stendur nú í 1.186 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×