Tesla Model X frestast enn Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 08:59 Tesla Model X er með vængjahurðum. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent