Tesla Model X frestast enn Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 08:59 Tesla Model X er með vængjahurðum. Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur frestað útkomu hins nýja fjórhjóladrifna Tesla Model X og verður hann ekki kynntur til leiks fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla frestar útkomu bílsins, en hann var fyrst kynntur sem hugmyndabíll árið 2012. Upphaflega stóð til að Model X kæmi á markað árið 2013, síðan frestað til fyrri hluta 2014, síðan til loka þess árs og nú til þriðja hluta næsta árs. Tesla segir að ástæða frestunarinnar sé að fyrirtækið vilji gera bílinn sem best úr garði og sé í raun að afsala sér miklum tekjum á meðan, en fyrir öllu sé að koma á markað með fullkomna vöru sem kaupendur verði mjög ánægðir með. Í leiðinni greindi Tesla frá 7.785 bíla sölu á 3. ársfjórðungi þessa árs og áætlaðri 33.000 bíla heildarsölu á árinu. Tekjur Tesla á síðasta ársfjórðungi var 104 milljarðar króna en ríflega 9 milljarða tap var á rekstri þess þessa 3 mánuði. Tvöfaldaðist tapið frá fyrra ári.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent