Austasti bær landsins lengist enn til austurs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2014 19:00 Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Austasti bær á Íslandi, Neskaupstaður, og einn sá lengsti á landinu, er enn að lengjast til austurs því nú er raðhúsalengja að bætast við. Þetta eru jafnframt fyrstu íbúðarhúsin sem þar er hafin smíði á eftir hrun. Fyrir verkinu stendur 82 ára gamalt félag, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, en það stofnaði sérstakt félag um húsbygginguna með tveimur verktökum í bænum.Húsin rísa við vitann, austast í Neskaupstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 að sem hluthafi í Síldarvinnslunni fengi félagið arð, sem beint væri til góðra verka í bænum. „Og okkur sveið hvað langt væri um liðið að ekki skyldi vera byggt hérna því að þörfin er sannarlega fyrir hendi,“ sagði Freysteinn. Þetta verður ein raðhúsalengja með fjórum íbúðum, upp á 120 fermetra hver, þar af er bílskúr 23 fermetrar. Freysteinn segir slíka húsbyggingu batamerki. Það eru ekki síst væntanleg jarðgöng sem hleypt hafa bjartsýni í Norðfirðinga.Raðhúsin verða fjögur, hvert 120 fermetra stórt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nýju húsin rísa á austustu lóð bæjarins og verða því austasta byggð á Íslandi fyrir utan Dalatanga. Neskaupstaður er hins vegar allur á lengdina, um þriggja kílómetra langur, og einn lengsti bær landsins. Nýja raðhúsalengja mun því lengja bæinn enn frekar. „En svo eigum við Norðfjarðarsveit eftir. Hún er nú ansi löng. Þá held ég nú að þetta verði orðin langavitleysa, ef það verður allt komið.“Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað stendur að smíðinni í samvinnu við tvo verktaka í bænum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00