Lífið

Jón Gnarr og Baltasar gera sjónvarpsseríu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jón Gnarr birtir mynd af sér og Baltasar á Facebook nú fyrir stundu.
Jón Gnarr birtir mynd af sér og Baltasar á Facebook nú fyrir stundu.

Jón Gnarr og Baltasar Kormákur hafa ákveðið að leiða saman hesta sína í nýrri sjónvarpsþáttaseríu,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson, framkvæmdastjóri RVK Studios. Jón Gnarr birti mynd af sér og Baltasar á Facebook-síðu sinni fyrir stundu og tilkynnti fréttirnar. 

„Það er búið að ákveða hvert konseptið í þáttunum á að vera en ég get ekki gefið það út á þessari stundu,“ bætir Magnús Viðar við. Í ljósi ferils Jóns sem grínista má leiða líkum að því að þættirnir verði í spaugilegri kantinum en Magnús Viðar getur ekki staðfest það.

Hann segir þættina enn vera á þróunarstigi og getur ekki sagt til um hvenær þeir verða sýndir.

„Það er ekki langt síðan við fórum að vinna í þessu. Það getur tekið níu til fimmtán mánuði að þróa seríu. Stundum tekur það styttri tíma og stundum lengri tíma. Ég get ekki sagt þér hvenær serían verður sýnd,“ segir hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.