Gætu þurft að sitja á gjaldeyri og draga úr lánum til útvegsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. nóvember 2014 18:15 Ef samkomulag milli Landsbankans og slitabús gamla bankans, LBI, næst ekki í gegn gæti Landsbankinn þurft að draga úr nýjum útlánum í gjaldeyri til útvegsfyrirtækja. Þetta gæti skaðað bankann að sögn bankastjórans. Slitabú gamla Landsbankans, LBI, hefur endurnýjað frest vegna samkomulags við Landsbankann um lengingu í skuldabréfum að jafnvirði 230 milljarða í erlendum gjaldeyri til 17. nóvember næstkomandi. LBI setti undanþágu frá gjaldeyrishöftum sem skilyrði fyrir samkomulaginu en stjórnvöld hafa ekki svarað erindi slitabúsins. Það skal tekið fram að LBI er að fara fram á víðtækari undanþágur en að greiða bara forgangskröfuhöfum vegna Icesave-reikninganna. Fordæmi eru hins vegar fyrir undanþágum frá gjaldeyrishöftum til að ganga frá hlutagreiðslum til forgangskröfuhafa, bæði í tilviki LBI og annarra fjármálafyrirtækja í slitameðferð.Neikvæð áhrif í bráð og lengd Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir að ef ekki verður lengt í þessum skuldabréfum við LBI gæti það haft ýmis neikvæð áhrif á rekstur Landsbankans í bráð og lengd. Þungir gjalddagar eru af skuldabréfunum á næstu árum en samkomulagið frestar þeim um átta ár þannig að síðasti gjaddagi er árið 2026 í stað 2018. „Ef það næst ekki fram þá þurfum við að hlaupa hraðar og ná fram árangri hratt. Við þurfum væntanlega að keyra niður eignirnar.“Hvað þýðir það, að keyra niður eignir? „Það þýðir að útlán til útflutningsatvinnugreinanna, eins og sjávarútvegs, munu kosta meira. Það verður minni lánageta hjá okkur til þess að lána fyrirtækjum. Geta aðrir gripið það? Ég skal ekki segja. Við erum með jafn mikið í útlánum til sjávarútvegs og Arion banki og Íslandsbanki til samans.“Það getur skaðað ykkur, ykkar stöðu á markaði? „Það má búast við því að það skaði okkur og að það skaði hagkerfið í heild. Nema menn séu með einhverja aðra lausn sem við erum ekki búin að sjá,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Gætu þurft að sitja á gjaldeyri Útlán stóru bankanna þriggja til sjávarútvegsfyrirtækja námu samtals 292 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt síðustu þekktu birtu tölum um þessi útlán. Landsbankinn er með 49 prósent hlutdeild af lánum til útvegsfyrirtækja, Arion banki 23 prósent og Íslandsbanki 28 prósent. Það sem Steinþór er að segja er að ef samkomulag við LBI nær ekki fram að ganga, þ.e. afborgunum af skuldabréfunum verður ekki frestað eins og samkomulagið gerir ráð fyrir, verður bankinn að sitja á öllum gjaldeyri og getur eftir atvikum ekki veitt ný útlán til útvegsfyrirtækja. Það getur breytt þessari mynd og hinir bankarnir gætu tekið til sín markaðshlutdeild í útlánum til útvegsfyrirtækja á kostnað Landsbankans. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi með um fjórðungshlutdeild í landsframleiðslunni þegar klasar í kringum atvinnugreinina eru teknir með. Útvegsfyrirtækin eru háð fjármögnun frá bönkunum við endurnýjun skipaflotans. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Ef samkomulag milli Landsbankans og slitabús gamla bankans, LBI, næst ekki í gegn gæti Landsbankinn þurft að draga úr nýjum útlánum í gjaldeyri til útvegsfyrirtækja. Þetta gæti skaðað bankann að sögn bankastjórans. Slitabú gamla Landsbankans, LBI, hefur endurnýjað frest vegna samkomulags við Landsbankann um lengingu í skuldabréfum að jafnvirði 230 milljarða í erlendum gjaldeyri til 17. nóvember næstkomandi. LBI setti undanþágu frá gjaldeyrishöftum sem skilyrði fyrir samkomulaginu en stjórnvöld hafa ekki svarað erindi slitabúsins. Það skal tekið fram að LBI er að fara fram á víðtækari undanþágur en að greiða bara forgangskröfuhöfum vegna Icesave-reikninganna. Fordæmi eru hins vegar fyrir undanþágum frá gjaldeyrishöftum til að ganga frá hlutagreiðslum til forgangskröfuhafa, bæði í tilviki LBI og annarra fjármálafyrirtækja í slitameðferð.Neikvæð áhrif í bráð og lengd Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir að ef ekki verður lengt í þessum skuldabréfum við LBI gæti það haft ýmis neikvæð áhrif á rekstur Landsbankans í bráð og lengd. Þungir gjalddagar eru af skuldabréfunum á næstu árum en samkomulagið frestar þeim um átta ár þannig að síðasti gjaddagi er árið 2026 í stað 2018. „Ef það næst ekki fram þá þurfum við að hlaupa hraðar og ná fram árangri hratt. Við þurfum væntanlega að keyra niður eignirnar.“Hvað þýðir það, að keyra niður eignir? „Það þýðir að útlán til útflutningsatvinnugreinanna, eins og sjávarútvegs, munu kosta meira. Það verður minni lánageta hjá okkur til þess að lána fyrirtækjum. Geta aðrir gripið það? Ég skal ekki segja. Við erum með jafn mikið í útlánum til sjávarútvegs og Arion banki og Íslandsbanki til samans.“Það getur skaðað ykkur, ykkar stöðu á markaði? „Það má búast við því að það skaði okkur og að það skaði hagkerfið í heild. Nema menn séu með einhverja aðra lausn sem við erum ekki búin að sjá,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Gætu þurft að sitja á gjaldeyri Útlán stóru bankanna þriggja til sjávarútvegsfyrirtækja námu samtals 292 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt síðustu þekktu birtu tölum um þessi útlán. Landsbankinn er með 49 prósent hlutdeild af lánum til útvegsfyrirtækja, Arion banki 23 prósent og Íslandsbanki 28 prósent. Það sem Steinþór er að segja er að ef samkomulag við LBI nær ekki fram að ganga, þ.e. afborgunum af skuldabréfunum verður ekki frestað eins og samkomulagið gerir ráð fyrir, verður bankinn að sitja á öllum gjaldeyri og getur eftir atvikum ekki veitt ný útlán til útvegsfyrirtækja. Það getur breytt þessari mynd og hinir bankarnir gætu tekið til sín markaðshlutdeild í útlánum til útvegsfyrirtækja á kostnað Landsbankans. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi með um fjórðungshlutdeild í landsframleiðslunni þegar klasar í kringum atvinnugreinina eru teknir með. Útvegsfyrirtækin eru háð fjármögnun frá bönkunum við endurnýjun skipaflotans.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun