Körfubolti

Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband

Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson.

Vísir birti í kvöld myndskeið af því hvernig Magnús lemur Brynjar Þór illa í leik KR og Grindavíkur í gær.

Það þarf ekki að fara aftar en í febrúar á þessu ári til þess að rifja upp hvenær Magnús lamdi Brynjar síðast. Þá var Magnús leikmaður Keflavíkur og gaf Brynjari vænt högg í andlitið.

Magnús sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann baðst afsökunar. Sagðist hann þá ætla að læra af atvikinu. Hann virðist ekki hafa gert það.

Magnús Þór var dæmdur í eins leiks bann fyrir höggið fyrr á árinu og spurning hvernig aganefnd KKÍ tekur á þessu máli.

Hér að ofan má sjá höggið frá því í febrúar. Hér má sjá höggið í gær.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.