Körfubolti

Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs

Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær.

KR-ingar völtuðu yfir Grindvíkinga í gær og eitthvað virðist mótlætið hafa farið í taugarnar á Magnúsi. Hann tók það síðan út á Brynjari.

KR-ingurinn var að sækja hratt upp að körfu Grindvíkinga er Magnús lemur hann harkalega. Brynjar dettur síðan með látum í gólfið og virðist reka hnakkann í parketið. Magnús var að sjálfsögðu sendur beina leið í sturtu fyrir brotið.

Atvikið má sjá hér að ofan.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.