Af hræsni og mittismálum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2014 11:06 Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun