Stjórnun norðurslóða: ekkert einkamál Kristinn Schram skrifar 27. október 2014 11:21 Kastljós fjölmiðla hefur í auknum mæli beinst að norðurslóðum. Þessi aukna athygli byggir meðal annars á almennum áhuga fólks á málefnum eins og loftslagsbreytingum, öryggi, hugsanlegum efnahagsumsvifum og umhverfisspjöllum í norðri. Umræðan um málefni norðurslóða er eins og gengur byggð á misgóðum grunni og stundum einblínt á skjótfenginn gróða eða tiltekin átök þjóða á milli. Þá vilja oft gleymast þær alvarlegu áskoranir sem ríki norðurslóða hafa, að minnsta kosti í orði, sammælst um að bregðast við. Næstu dagana munu færustu alþjóðlegu sérfræðingar, fulltrúar erlendra ríkja og einkageirans streyma til Íslands til að taka þátt í ráðstefnum á borð við Efst á heimskautsbaugi, Jafnrétti á norðurslóðum og Hringborði norðurslóða. Íslenskir kolleggar þeirra fá þar tækifæri til að skerpa á og miðla þekkingu sinni á þessum málefnum. Þau eru þó ekki einkamál sérfræðinga eða sérstakra hagsmunahópa. Því er von að viðburðir sem þessir stuðli að almennri umræðu um þessi mikilvægu mál – ekki síst þörfinni á skjótum viðbrögðum og víðtæku samstarfi.Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs Norrænt samstarf og samskipti norðurslóðaríkja eru af ýmsum toga en ef vill fer mikilvægasta samstarfið á þessu sviði fram á vettvangi Norðurskautsráðsins. Aðra stofnun er ekki að finna sem tekið getur ákvarðanir sem leiða til beinna aðgerða allra norðurslóðaríkjanna. Stigið var stórt skref, sem fékk þó takmarkaða umfjöllun, þegar norðurslóðaríkin átta, þ.e. Rússland, Bandaríkin, Kanada og Norðurlöndin fimm, gáfu út yfirlýsingu í fyrra um að uppfylla ábyrgð sína á svæðinu. Þar yrði haldið í heiðri grunngildum eins og friðsamlegum samskiptum þjóðanna á milli, að þau fylgi alþjóðalögum, verndi umhverfið og verji rétt staðbundinna hópa. Þegar öll ríkin höfðu gert þau að sínu, eygðu margir von til þess að forðast mætti yfirgangsemi á svæðinu og raunveruleg átök sem yrðu smáríkjum, í fremstu víglinu, sérstaklega hættuleg. Þá má sjá árangur samstarfsins í samkomulagi um samstillt viðbrögð við olíumengun í hafi, samningi um leit og björgun og frekari skref í átt að samhæfingu umhverfismála og vernd lífræðilegrar fjölbreytni.Ljón (og drekar) í veginum Ýmsar erfðileikar, og ekki síst átökin í Úkraínu, hafa sýnt að norðurslóðasamstarfi muni fylgja frekari áskoranir. Norræn ríki leiddu Norðurskautsráðið í sjö ár en nú er fylgst náið með framvindunni undir stjórnarformennsku Kanada og hvers megi vænta þegar Bandaríkin taka við því hlutverki á næsta ári. Aukin þátttaka frumbyggja og ríkja utan norðurslóða er staðreynd en óljóst er enn hvaða hlutverki þau eigi að gegna í alþjóðlegri stjórnun norðurslóða. Þá er varnarmálum að stærstu leyti haldið utan norðurslóðasamstarfs og þrátt fyrir jákvæð teikn á sviði almannaöryggis er ekkert samstarf fyrir hendi um að draga úr hervæðingu norðurslóða. Helst er þó að nefna hvernig breytt loftslag, aukin umferð og auðlindanýting á norðurslóðum ógnar náttúrulegum aðstæðum, öryggi og lífvænlegu umhverfi allra íbúa í norðri og jarðarinnar í heild.Samhent viðbrögð Skynsamleg, sjálfbær og samhent viðbrögð við þessum áskorunum skipta sköpum ef njóta skal einhvers ávinnings af þessum óðfluga breytingum og lágmarka skaða. Við þurfum í auknum mæli að átta okkur á samspili og togstreitu milli viðskipta og umhverfisverndar; að kunna skil á félagasamtökum, hagsmunahópum, viðskiptalífinu og áheyrnaraðilum í Norðurskautsráðinu. Horfa verður til fjölbreyttra viðhorfa þeirra og stefnumála, spyrja hvernig skoðanamyndun á sér stað og hvaða raddir nái eyrum stefnumótunaraðila. Breiðari umræða og aðgerðarstefna á fjölbreyttum vettvangi gæti auk þess þrýst á ríki og stofnanir eins og Norðurskautsráðið til að bregðast hraðar við í sérstökum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Kastljós fjölmiðla hefur í auknum mæli beinst að norðurslóðum. Þessi aukna athygli byggir meðal annars á almennum áhuga fólks á málefnum eins og loftslagsbreytingum, öryggi, hugsanlegum efnahagsumsvifum og umhverfisspjöllum í norðri. Umræðan um málefni norðurslóða er eins og gengur byggð á misgóðum grunni og stundum einblínt á skjótfenginn gróða eða tiltekin átök þjóða á milli. Þá vilja oft gleymast þær alvarlegu áskoranir sem ríki norðurslóða hafa, að minnsta kosti í orði, sammælst um að bregðast við. Næstu dagana munu færustu alþjóðlegu sérfræðingar, fulltrúar erlendra ríkja og einkageirans streyma til Íslands til að taka þátt í ráðstefnum á borð við Efst á heimskautsbaugi, Jafnrétti á norðurslóðum og Hringborði norðurslóða. Íslenskir kolleggar þeirra fá þar tækifæri til að skerpa á og miðla þekkingu sinni á þessum málefnum. Þau eru þó ekki einkamál sérfræðinga eða sérstakra hagsmunahópa. Því er von að viðburðir sem þessir stuðli að almennri umræðu um þessi mikilvægu mál – ekki síst þörfinni á skjótum viðbrögðum og víðtæku samstarfi.Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs Norrænt samstarf og samskipti norðurslóðaríkja eru af ýmsum toga en ef vill fer mikilvægasta samstarfið á þessu sviði fram á vettvangi Norðurskautsráðsins. Aðra stofnun er ekki að finna sem tekið getur ákvarðanir sem leiða til beinna aðgerða allra norðurslóðaríkjanna. Stigið var stórt skref, sem fékk þó takmarkaða umfjöllun, þegar norðurslóðaríkin átta, þ.e. Rússland, Bandaríkin, Kanada og Norðurlöndin fimm, gáfu út yfirlýsingu í fyrra um að uppfylla ábyrgð sína á svæðinu. Þar yrði haldið í heiðri grunngildum eins og friðsamlegum samskiptum þjóðanna á milli, að þau fylgi alþjóðalögum, verndi umhverfið og verji rétt staðbundinna hópa. Þegar öll ríkin höfðu gert þau að sínu, eygðu margir von til þess að forðast mætti yfirgangsemi á svæðinu og raunveruleg átök sem yrðu smáríkjum, í fremstu víglinu, sérstaklega hættuleg. Þá má sjá árangur samstarfsins í samkomulagi um samstillt viðbrögð við olíumengun í hafi, samningi um leit og björgun og frekari skref í átt að samhæfingu umhverfismála og vernd lífræðilegrar fjölbreytni.Ljón (og drekar) í veginum Ýmsar erfðileikar, og ekki síst átökin í Úkraínu, hafa sýnt að norðurslóðasamstarfi muni fylgja frekari áskoranir. Norræn ríki leiddu Norðurskautsráðið í sjö ár en nú er fylgst náið með framvindunni undir stjórnarformennsku Kanada og hvers megi vænta þegar Bandaríkin taka við því hlutverki á næsta ári. Aukin þátttaka frumbyggja og ríkja utan norðurslóða er staðreynd en óljóst er enn hvaða hlutverki þau eigi að gegna í alþjóðlegri stjórnun norðurslóða. Þá er varnarmálum að stærstu leyti haldið utan norðurslóðasamstarfs og þrátt fyrir jákvæð teikn á sviði almannaöryggis er ekkert samstarf fyrir hendi um að draga úr hervæðingu norðurslóða. Helst er þó að nefna hvernig breytt loftslag, aukin umferð og auðlindanýting á norðurslóðum ógnar náttúrulegum aðstæðum, öryggi og lífvænlegu umhverfi allra íbúa í norðri og jarðarinnar í heild.Samhent viðbrögð Skynsamleg, sjálfbær og samhent viðbrögð við þessum áskorunum skipta sköpum ef njóta skal einhvers ávinnings af þessum óðfluga breytingum og lágmarka skaða. Við þurfum í auknum mæli að átta okkur á samspili og togstreitu milli viðskipta og umhverfisverndar; að kunna skil á félagasamtökum, hagsmunahópum, viðskiptalífinu og áheyrnaraðilum í Norðurskautsráðinu. Horfa verður til fjölbreyttra viðhorfa þeirra og stefnumála, spyrja hvernig skoðanamyndun á sér stað og hvaða raddir nái eyrum stefnumótunaraðila. Breiðari umræða og aðgerðarstefna á fjölbreyttum vettvangi gæti auk þess þrýst á ríki og stofnanir eins og Norðurskautsráðið til að bregðast hraðar við í sérstökum málum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar