Innlent

Handtekin í Leifsstöð með fölsuð skilríki

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan handtók parið og færði það á lögreglustöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan handtók parið og færði það á lögreglustöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Pjetur
Karl og kona voru stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis síðastliðinn föstudag vegna gruns um að skilríki sem þau framvísuðu væru ekki í lagi. Bæði höfðu þau framvísað grískum vegabréfum og kennivottorðum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að við skoðun hafi komið í ljós að vegabréfin voru breytifölsuð og kennivottorðin grunnfölsuð. Lögreglan handtók því parið og færði það á lögreglustöð. Mál fólksins er komið í hefðbundið ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×