Viðskipti innlent

Klakki selur fyrir 1,7 milljarða í VÍS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Klakki, sem áður hét Exista, hefur selt 200 milljónir hluta í Vátryggingafélagi Íslands, eða VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Gengi bréfa í VÍS stendur núna í 8,31. Miðað við það er markaðsvirði hlutarins 1,66 milljarðar íslenskra króna.

Helstu eignir Klakka eru hlutir í VÍS og Lýsingu, en eftir viðskiptin á Klakki um 374 milljónir hluta í VÍS. Markaðsverð hlutarnis sem eftir stendur er þá 3,1 milljarður króna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×