„Verðlaunin eru góð viðurkenning á öflugri starfsemi okkar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2014 11:45 Róbert Wessman á hátíðinni. Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til tvennra verðlauna á alþjóðlegri lyfjaráðstefnu í París í síðustu viku. Það var alþjóðlega fagtímaritið Generics Bulletin sem stóð fyrir verðlaununum sem er stærsta fagtímarit á sínu sviði. Fyrirtækið var einnig þátttakandi í stærstu lyfjasýningu heims í síðustu viku, sem kallast Cphi. Þar voru saman voru komin öll stærstu lyfjafyrirtæki heims og um 40,000 gestir. Sýningin stóð í þrjá daga en um 40 lykilstarfsmenn Alvogen og dótturfyrirtækja áttu fundi með samstarfsfyrirtækjum og kynntu vörur og þjónustu, eins og kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í samtali við Vísi segist Róbert vera mjög sáttur með verðlaunin og segir að sýningin hafi einnig gengið vel. „Frá árinu 2009 höfum við rúmlega fimmtánfaldað umsvif Alvogen og starfsemi okkar í dag nær til 35 landa. Bandaríkin eru áfram okkar stærsti markaður og verðlaunin eru góð viðurkenning á öflugri starfsemi okkar þar. Við hittum alla okkar helstu samstarfsaðila í París og fyrirtæki sækjast eftir að vinna með Alvogen sem er ánægjulegt. Það eru aðeins fimm ár síðan Alvogen var fremur lítið bandarískt lyfjafyrirtæki en nú erum við að komast í hóp stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims,“ segir forstjórinn og bætir við: „Á sýningunni, í gegnum tíðina, hefur Alvogen gert marga af sínum stærstu samstarfssamningum.“ Róbert segir sýningarbás Alvogen hafa verið um 300 fermetrar að stærð og mikið hafi verið lagt í framúrstefnulega hönnun. „Við höfum verið með bás á sýningunni síðastliðin þrjú ár og við hönnum hann innanhúss, byggjum hann sjálf og svo ráðum við Íslendinga til að sjá um veitingar og vinna með okkur á básnum.“Hér má sjá bás Alvogen á hátíðinni í París.Skorað á samstarfsfyrirtæki í golfhermi Í tilkynningu frá Alvogen kemur jafnframt fram að forsvarsmenn Alvogen hafi skorað á frosvarsmenn samstarfsfyrirtækja í keppni, eins og undanfarin ár. Á þessari sýningu var keppt í golfi, en flottum golfhermi var komið fyrir í sýningarbási Alvogen. Alvogen starfar um þessar mundir í 35 löndum og hjá fyrirtækinu vinna 2.300 manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir: „Bandaríkjamarkaður er stærsti markaður Alvogen og þar hefur fyrirtækið vakið mikla athygli fyrir mikinn vöxt. Aðrir markaðir fyrirtækisins eru í Suður Asíu og Austur Evrópu, m.a. í Kóreu, Taiwan, Ungverjalandi og Búlgaríu. Á Íslandi vinnur Alvogen að byggingu Hátækniseturs með systurfyrirtæki sínu, Alvotech, og fyrirhugað er að húsið verði komið í notkun í ársbyrjun 2016.“ Hér að neðan má sjá myndband frá fyrirtækinu, sem tekið var upp á hátíðinni.Alvogen CPHI 2014 from Alvogen on Vimeo.Hér er Róbert Wessman á hátíðinni, skömmu eftir að verðlaunin voru afhent.Hér má sjá starfsmenn Alvogen, á hátíðinni í París. Tengdar fréttir Slysið breytti forgangsröðuninni Róbert Wessman var einstaklega heppinn þegar hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi fyrir ári. Hann segir bataferlið hafa verið erfitt en einnig gefandi. Samhliða endurhæfunginni eftir slysið hefur hann byggt upp Alvogen og hann vill að Ísland spili stórt hlutverk í uppbyggingu fyrirtækisins. 12. júlí 2014 08:30 Hafa safnað rúmum 30 milljónum í styrki á þremur árum Starfsmenn Alvogen stofnuðu styrktarsjóðinn Better Planet fyrir þremur árum. Markmið sjóðsins er að gera heiminn að betri stað fyrir börn. Þetta hófst allt þegar starfsmennirnir skoruðu á Róbert Wessman forstjóra að taka þátt í þríþrautakeppnum. 11. júlí 2014 18:34 Fyrirtæki Róbert Wessman tvöfaldar umsvif í Suður-Kóreu Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur fjárfest í suðurkóresku lyfjafyrirtæki fyrir tæplega 22 milljarða íslenskra króna. 6. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til tvennra verðlauna á alþjóðlegri lyfjaráðstefnu í París í síðustu viku. Það var alþjóðlega fagtímaritið Generics Bulletin sem stóð fyrir verðlaununum sem er stærsta fagtímarit á sínu sviði. Fyrirtækið var einnig þátttakandi í stærstu lyfjasýningu heims í síðustu viku, sem kallast Cphi. Þar voru saman voru komin öll stærstu lyfjafyrirtæki heims og um 40,000 gestir. Sýningin stóð í þrjá daga en um 40 lykilstarfsmenn Alvogen og dótturfyrirtækja áttu fundi með samstarfsfyrirtækjum og kynntu vörur og þjónustu, eins og kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í samtali við Vísi segist Róbert vera mjög sáttur með verðlaunin og segir að sýningin hafi einnig gengið vel. „Frá árinu 2009 höfum við rúmlega fimmtánfaldað umsvif Alvogen og starfsemi okkar í dag nær til 35 landa. Bandaríkin eru áfram okkar stærsti markaður og verðlaunin eru góð viðurkenning á öflugri starfsemi okkar þar. Við hittum alla okkar helstu samstarfsaðila í París og fyrirtæki sækjast eftir að vinna með Alvogen sem er ánægjulegt. Það eru aðeins fimm ár síðan Alvogen var fremur lítið bandarískt lyfjafyrirtæki en nú erum við að komast í hóp stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims,“ segir forstjórinn og bætir við: „Á sýningunni, í gegnum tíðina, hefur Alvogen gert marga af sínum stærstu samstarfssamningum.“ Róbert segir sýningarbás Alvogen hafa verið um 300 fermetrar að stærð og mikið hafi verið lagt í framúrstefnulega hönnun. „Við höfum verið með bás á sýningunni síðastliðin þrjú ár og við hönnum hann innanhúss, byggjum hann sjálf og svo ráðum við Íslendinga til að sjá um veitingar og vinna með okkur á básnum.“Hér má sjá bás Alvogen á hátíðinni í París.Skorað á samstarfsfyrirtæki í golfhermi Í tilkynningu frá Alvogen kemur jafnframt fram að forsvarsmenn Alvogen hafi skorað á frosvarsmenn samstarfsfyrirtækja í keppni, eins og undanfarin ár. Á þessari sýningu var keppt í golfi, en flottum golfhermi var komið fyrir í sýningarbási Alvogen. Alvogen starfar um þessar mundir í 35 löndum og hjá fyrirtækinu vinna 2.300 manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir: „Bandaríkjamarkaður er stærsti markaður Alvogen og þar hefur fyrirtækið vakið mikla athygli fyrir mikinn vöxt. Aðrir markaðir fyrirtækisins eru í Suður Asíu og Austur Evrópu, m.a. í Kóreu, Taiwan, Ungverjalandi og Búlgaríu. Á Íslandi vinnur Alvogen að byggingu Hátækniseturs með systurfyrirtæki sínu, Alvotech, og fyrirhugað er að húsið verði komið í notkun í ársbyrjun 2016.“ Hér að neðan má sjá myndband frá fyrirtækinu, sem tekið var upp á hátíðinni.Alvogen CPHI 2014 from Alvogen on Vimeo.Hér er Róbert Wessman á hátíðinni, skömmu eftir að verðlaunin voru afhent.Hér má sjá starfsmenn Alvogen, á hátíðinni í París.
Tengdar fréttir Slysið breytti forgangsröðuninni Róbert Wessman var einstaklega heppinn þegar hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi fyrir ári. Hann segir bataferlið hafa verið erfitt en einnig gefandi. Samhliða endurhæfunginni eftir slysið hefur hann byggt upp Alvogen og hann vill að Ísland spili stórt hlutverk í uppbyggingu fyrirtækisins. 12. júlí 2014 08:30 Hafa safnað rúmum 30 milljónum í styrki á þremur árum Starfsmenn Alvogen stofnuðu styrktarsjóðinn Better Planet fyrir þremur árum. Markmið sjóðsins er að gera heiminn að betri stað fyrir börn. Þetta hófst allt þegar starfsmennirnir skoruðu á Róbert Wessman forstjóra að taka þátt í þríþrautakeppnum. 11. júlí 2014 18:34 Fyrirtæki Róbert Wessman tvöfaldar umsvif í Suður-Kóreu Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur fjárfest í suðurkóresku lyfjafyrirtæki fyrir tæplega 22 milljarða íslenskra króna. 6. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Slysið breytti forgangsröðuninni Róbert Wessman var einstaklega heppinn þegar hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi fyrir ári. Hann segir bataferlið hafa verið erfitt en einnig gefandi. Samhliða endurhæfunginni eftir slysið hefur hann byggt upp Alvogen og hann vill að Ísland spili stórt hlutverk í uppbyggingu fyrirtækisins. 12. júlí 2014 08:30
Hafa safnað rúmum 30 milljónum í styrki á þremur árum Starfsmenn Alvogen stofnuðu styrktarsjóðinn Better Planet fyrir þremur árum. Markmið sjóðsins er að gera heiminn að betri stað fyrir börn. Þetta hófst allt þegar starfsmennirnir skoruðu á Róbert Wessman forstjóra að taka þátt í þríþrautakeppnum. 11. júlí 2014 18:34
Fyrirtæki Róbert Wessman tvöfaldar umsvif í Suður-Kóreu Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur fjárfest í suðurkóresku lyfjafyrirtæki fyrir tæplega 22 milljarða íslenskra króna. 6. ágúst 2014 00:01