Joe and the Juice og Segafredo opna í Leifsstöð Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2014 16:21 Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Mynd/Isavia Vali á rekstraraðilum í veitinga- og verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er lokið. Sex verslanir og einn veitingastaður voru valin til að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastaðir. „Veitingarekstur verður í höndum Joe Ísland, sem mun opna Joe and the Juice samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardère Services, sem munu halda áfram rekstri veitingarstaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema,“ segir í fréttatilkynningu frá Isavia, en þar segir að við valið hafi margir þættir verið metnir, svo sem þjónusta, vöruframboð, ýmsir fjárhags- og rekstrarþættir auk áherslu á tengingu við Ísland. Þá segir að minni breytingar verði á verslunarrekstri í flugstöðinni. „Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Við bætast verslun með tískufatnað þar sem boðið verður upp á þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun, rekin af Airport Retail Group, og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardère Services.“ Samtals barst 71 tillaga, en eftir valferli þar sem tekið var tillit til fjölda þátta urðu þrettán tillögur fyrir valinu. „Meirihluti þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir valinu eru íslensk. Auk þeirra eru tvö alþjóðleg fyrirtæki með mikla reynslu af rekstri á alþjóðlegum flugvöllum. Með þeim breytingum sem framundan eru í flugstöðinni verður verslunar- og veitingarými stækkað og veitingastöðum fjölgað þannig að flugstöðin mun geta þjónað þeim aukna fjölda farþega sem búist er við á næstu árum. Það hefur í för með sér verulega fjölgun starfa í flugstöðinni og auknar tekjur af verslunarsvæðinu sem styður við mikilvægar fjárfestingar sem framundan eru á flugvellinum. Framkvæmdir hefjast í nóvember og gert er ráð fyrir að þeim ljúki í vor.“ Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist mjög ánægður með niðurstöðu valferlisins. „Markmiðið var að auka arðsemi af verslun og þjónustu, opna markaðinn og stuðla að aukinni samkeppni með því að nota eins opið og gagnsætt ferli og kostur er til að velja rekstraraðila. Þá lögðum við áherslu á að tenging við Ísland yrði sýnileg í vöruúrvali og veitingum. Okkar mat er að við höfum náð þessum markmiðum og gott betur. Við gerum ráð fyrir að tekjur okkar af þessum hluta verslunarsvæðisins aukist um 60%. Þessar nauðsynlegu framkvæmdir munu því borga sig upp með tekjuaukningunni á um tveimur og hálfu ári og við öflum auk þess tekna fyrir framkvæmdir sem við þurfum að ráðast í í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Björn Óli segir það ánægjulegt að sjá hversu vel íslensk fyrirtæki stóðu sig í þeirri alþjóðlegu samkeppni sem ferlið fól í sér og það sýnir hversu samkeppnishæf þau eru. „Að sama skapi er mikill áhugi öflugra alþjóðlegra fyrirtækja á rekstri í flugstöðinni mikið styrkleikamerki fyrir Keflavíkurflugvöll.“ Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Vilja opna stað í Leifsstöð Eigendur Joe and the Juice á Íslandi hafa óskað eftir veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir undirbúa sig nú, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, undir samningaviðræður við Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir eru stærstu eigendur fyrirtækisins. 28. ágúst 2014 09:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 IGS segir upp 40 manns IGS Ground Services, dótturfélag Icelandair Group, hefur sagt upp um 20 manns sem vinna við veitingarekstur í Leifsstöð. 27. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Vali á rekstraraðilum í veitinga- og verslunarrými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er lokið. Sex verslanir og einn veitingastaður voru valin til að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastaðir. „Veitingarekstur verður í höndum Joe Ísland, sem mun opna Joe and the Juice samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardère Services, sem munu halda áfram rekstri veitingarstaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema,“ segir í fréttatilkynningu frá Isavia, en þar segir að við valið hafi margir þættir verið metnir, svo sem þjónusta, vöruframboð, ýmsir fjárhags- og rekstrarþættir auk áherslu á tengingu við Ísland. Þá segir að minni breytingar verði á verslunarrekstri í flugstöðinni. „Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Við bætast verslun með tískufatnað þar sem boðið verður upp á þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun, rekin af Airport Retail Group, og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardère Services.“ Samtals barst 71 tillaga, en eftir valferli þar sem tekið var tillit til fjölda þátta urðu þrettán tillögur fyrir valinu. „Meirihluti þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir valinu eru íslensk. Auk þeirra eru tvö alþjóðleg fyrirtæki með mikla reynslu af rekstri á alþjóðlegum flugvöllum. Með þeim breytingum sem framundan eru í flugstöðinni verður verslunar- og veitingarými stækkað og veitingastöðum fjölgað þannig að flugstöðin mun geta þjónað þeim aukna fjölda farþega sem búist er við á næstu árum. Það hefur í för með sér verulega fjölgun starfa í flugstöðinni og auknar tekjur af verslunarsvæðinu sem styður við mikilvægar fjárfestingar sem framundan eru á flugvellinum. Framkvæmdir hefjast í nóvember og gert er ráð fyrir að þeim ljúki í vor.“ Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist mjög ánægður með niðurstöðu valferlisins. „Markmiðið var að auka arðsemi af verslun og þjónustu, opna markaðinn og stuðla að aukinni samkeppni með því að nota eins opið og gagnsætt ferli og kostur er til að velja rekstraraðila. Þá lögðum við áherslu á að tenging við Ísland yrði sýnileg í vöruúrvali og veitingum. Okkar mat er að við höfum náð þessum markmiðum og gott betur. Við gerum ráð fyrir að tekjur okkar af þessum hluta verslunarsvæðisins aukist um 60%. Þessar nauðsynlegu framkvæmdir munu því borga sig upp með tekjuaukningunni á um tveimur og hálfu ári og við öflum auk þess tekna fyrir framkvæmdir sem við þurfum að ráðast í í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Björn Óli segir það ánægjulegt að sjá hversu vel íslensk fyrirtæki stóðu sig í þeirri alþjóðlegu samkeppni sem ferlið fól í sér og það sýnir hversu samkeppnishæf þau eru. „Að sama skapi er mikill áhugi öflugra alþjóðlegra fyrirtækja á rekstri í flugstöðinni mikið styrkleikamerki fyrir Keflavíkurflugvöll.“
Tengdar fréttir Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00 Vilja opna stað í Leifsstöð Eigendur Joe and the Juice á Íslandi hafa óskað eftir veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir undirbúa sig nú, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, undir samningaviðræður við Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir eru stærstu eigendur fyrirtækisins. 28. ágúst 2014 09:00 Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 IGS segir upp 40 manns IGS Ground Services, dótturfélag Icelandair Group, hefur sagt upp um 20 manns sem vinna við veitingarekstur í Leifsstöð. 27. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Er erlendum fyrirtækjum fært verslunarrými í Leifsstöð á silfurfati? Þjónusta við ferðamenn er ein mikilvægasta atvinnugrein á Íslandi. Um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fara yfir þrjár milljónir farþega og spáð er mikilli fjölgun. Ferðamannastraumurinn er ný auðlind sem skapar miklar tekjur fyrir þjóðarbúið. 24. september 2014 07:00
Vilja opna stað í Leifsstöð Eigendur Joe and the Juice á Íslandi hafa óskað eftir veitingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir undirbúa sig nú, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, undir samningaviðræður við Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttir eru stærstu eigendur fyrirtækisins. 28. ágúst 2014 09:00
Fá ekki rými í Leifsstöð: Kaupmenn ætla með málið fyrir dómstóla Eigendur fyrirtæksins Drífu ehf, sem rekur verslanir sem selja fatnað undir merkinu Icewear, ætla að leita til dómsstóla eftir að kæru fyrirtækisins sem sneri að samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð var vísað frá af kærunefnd útboðsmála. 25. september 2014 16:11
Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00
IGS segir upp 40 manns IGS Ground Services, dótturfélag Icelandair Group, hefur sagt upp um 20 manns sem vinna við veitingarekstur í Leifsstöð. 27. ágúst 2014 11:30