Viðskipti innlent

Ekkert úr sameiningu MP banka og Virðingar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm/valli
Stjórnir MP banka hf. og Virðingar hf. hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að halda ekki áfram viðræðum um sameiningu félaganna. Tilkynnt var um formlegar viðræður þann 9. september síðastliðinn.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá MP banka.

Í tilkynningunni segir að aðilar telji að viðræðurnar hafi verið áhugaverðar og að miklir möguleikar geti falist í sameiningu bankanna. Viðræður hafi þó leitt í ljós að áherslur og hugmyndir stjórna félaganna hefðu ekki að öllu leyti verið þær sömu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×