Innlent

Milljónirnar 45 fóru til káts og lífsglaðs eldri borgara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsmenn Íslenskrar getspár segja vinningshafann lífsglaðan og kátan eldri borgara með skemmtilegt viðhorf til lífsins.
Starfsmenn Íslenskrar getspár segja vinningshafann lífsglaðan og kátan eldri borgara með skemmtilegt viðhorf til lífsins.
„Ertu ekki örugglega sitjandi…?“ spurði nýjasti milljónamæringur Íslands dóttur sína að loknum úrdrættinum síðastliðinn laugardag. Konan sem vann fyrsta vinninginn hafði aðeins keypt miðann vegna þess að matarkaupin höfðu verið lítil þann daginn.

Í tilkynningu á vef íslenskra getspár kemur fram að konan hafi í lengri tíma gert ráð fyrir að hún myndi vinna í lottóinu. Konan átti reyndar von á því að vinna 25 milljónir og þegar fram liðu stundir myndu afkomendur hennar líklega fá um milljón á mann. Svo ætti hún kannski smá afgang til að greiða niður húsnæðislánið.

Þegar konan kom niður í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár var vinningshugsunin en svona skýr. „Þegar ég vinn...“ og hún segir afkomendurna einmitt vera í kringum 20. Þar sem vinningsféð er umtalsvert hærra en 25 milljónir er afgangurinn töluvert meiri.

Konan hafði verið að að kaupa í matinn í Hagkaupum í Holtagörðum á laugardaginn. Hún hafði keypt lítið og ákveðið að skella sér á Lottómiða. Eftir að hafa náð tölunum niður eftir útdráttinn í sjónvarpinu, og áttað sig á að efsta röðin á miðanum passaði við tölur kvöldsins, fór hún létt í spori í matarboð til dóttur sinnar. Þegar þangað var komið, kallaði hún inn: „Ertu ekki örugglega sitjandi…?“

Starfsmenn Íslenskrar getspár segja vinningshafann lífsglaðan og kátan eldri borgara með skemmtilegt viðhorf til lífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×