Viðskipti innlent

Fyrstu síldarfarmarnir á leið í höfn

Vísir/Vilhelm
Fjölveiðiskipin Jóna Eðvalds og Ingunn eru bæði á landleið með fyrstu síldarfarmana úr íslensku sumargotssíldinni á ný hafinni vertíð.

Jóna fer til Hafnar í Hornafirði en Ingunn til Vopnafjarðar. Bæði skipin fengu farma sína út af Breiðafirði, en síldin er ekki gengin inn á fjörðinn, eins og húkn hefur gert undanfarin ár.

Sjómenn telja að óvenju hár sjávarhiti valdi því,  en sjórinn á þessum slóðum  er nú umþaðbil tveimur gráðum hlýrri en á sama tíma í fyrra






Fleiri fréttir

Sjá meira


×