EVE Online kemur út á frönsku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 14:22 Mynd/CCP EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.” Leikjavísir Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.”
Leikjavísir Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira