Upphaf og endalok samgönguviku Sigrún Birna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2014 10:07 Samgönguvika í Reykjavík er á enda en átaksvikunni var ætlað að virkja almenning til umhugsunar um ferðavenjur sínar og að hvetja til notkunar á vistvænum ferðamáta, almenningssamgöngum, að hjóla eða ganga. Samtökin Hjólafærni undir stjórn Sesselju Traustadóttur stóðu fyrir ráðstefnunni Hjólum til framtíðar 2014 sem haldin var í Iðnó síðastliðinn föstudag. Í boði var einkar áhugaverð og fræðandi dagskrá, sem telst til hápunkta vikunnar að mínu mati. Þessi samtök og fleiri hafa stuðlað að og eflt þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað á stuttum tíma hvað samgönguhjólreiðar varðar og eiga hrós skilið fyrir óeigingjarna vinnu sína. Vikunni lauk með átakinu Bílllausi dagurinn síðastliðinn mánudag og í tilefni af honum kannaði ég aðgengi, tíma og fjölda skiptinga fyrir mínar daglegu leiðir á heimasíðu Strætó. Í hvert skipti varð ég fyrir ánægjulegri uppgötvun en þjónustan hefur þróast mikið í takt við þarfir viðskiptavina sinna, t.a.m. með bættu aðgengi fyrir hjól í vögnunum. Þetta framtak styður við fjölsamgöngumáta, þar sem einstaklingar nýta sér mismunandi samsetningu samgönguforma í sínar daglegu ferðir, ferðahegðunar sem fer vaxandi í mörgum vestrænum borgum. Áður en langt um líður vonast ég þó til þess að að átaksvika sem þessi muni heyra fortíðinni til. Ástæðan er einföld. Það er vitað að það er nauðsynlegt að breyta hugarfari og hegðun samfélagsins til framtíðar hvað varðar losum gróðurhúsalofttegunda. Slíkt kallar m.a. á breytt samgöngumunstur og takist það verður átaksframtak eins og Samgönguvika óþörf. Á meðan á samfélagsvitundarvakningunni stendur er þó afar mikilvægt að veita fræðslu, aðhald og aðstoða fólk við að taka upp breytta hegðun. Jákvæð reynsla er áhrifamikill þáttur þegar kemur að því að viðhalda hegðun og því þarf að hvetja til þess að einstaklingar upplifi kostina og raunverulegt aðgengi að vistvænum samgöngum og þar eru átök og herferðir eins og Samgönguvika, Hjólum í vinnuna, Hjólað í skólann og Göngum í skólann ómissandi. Samgöngusamningar fyrirtækja við starfsmenn eru einnig mikilvægt aðgerðartæki og gleðitíðindi að fyrirtæki fái tilnefningar fyrir framtak sitt til málaflokksins líkt og Landspítalinn fékk nú í ár. Nauðsynlegt er að vinna að frekari uppbyggingu og tengingu hjólagatnakerfis og að eflingu þekkingar á áhrifum yfirvofandi loftslagsbreytinga en til þess þarf m.a. þverpólitíska samstöðu og farsælt samstarf milli hagsmunaaðila. Miklu hefur verið áorkað undanfarin ár, sem auðveldar höfuðborgarbúum að velja annan samgöngumáta en einkabílinn en það má vera að samgönguhjólreiðar eða fjölsamgöngumáti henti ekki alltaf. Það mikilvægasta er þó að hvert og eitt okkar sé stöðugt vakandi fyrir möguleikanum að geta lagt okkar að mörkum og hjólað, gengið eða tekið strætó þegar það liggur vel við. Það er vistvænna, eflir heilbrigði okkar og gæti mögulega átt hlutdeild í því að bjarga heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samgönguvika í Reykjavík er á enda en átaksvikunni var ætlað að virkja almenning til umhugsunar um ferðavenjur sínar og að hvetja til notkunar á vistvænum ferðamáta, almenningssamgöngum, að hjóla eða ganga. Samtökin Hjólafærni undir stjórn Sesselju Traustadóttur stóðu fyrir ráðstefnunni Hjólum til framtíðar 2014 sem haldin var í Iðnó síðastliðinn föstudag. Í boði var einkar áhugaverð og fræðandi dagskrá, sem telst til hápunkta vikunnar að mínu mati. Þessi samtök og fleiri hafa stuðlað að og eflt þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað á stuttum tíma hvað samgönguhjólreiðar varðar og eiga hrós skilið fyrir óeigingjarna vinnu sína. Vikunni lauk með átakinu Bílllausi dagurinn síðastliðinn mánudag og í tilefni af honum kannaði ég aðgengi, tíma og fjölda skiptinga fyrir mínar daglegu leiðir á heimasíðu Strætó. Í hvert skipti varð ég fyrir ánægjulegri uppgötvun en þjónustan hefur þróast mikið í takt við þarfir viðskiptavina sinna, t.a.m. með bættu aðgengi fyrir hjól í vögnunum. Þetta framtak styður við fjölsamgöngumáta, þar sem einstaklingar nýta sér mismunandi samsetningu samgönguforma í sínar daglegu ferðir, ferðahegðunar sem fer vaxandi í mörgum vestrænum borgum. Áður en langt um líður vonast ég þó til þess að að átaksvika sem þessi muni heyra fortíðinni til. Ástæðan er einföld. Það er vitað að það er nauðsynlegt að breyta hugarfari og hegðun samfélagsins til framtíðar hvað varðar losum gróðurhúsalofttegunda. Slíkt kallar m.a. á breytt samgöngumunstur og takist það verður átaksframtak eins og Samgönguvika óþörf. Á meðan á samfélagsvitundarvakningunni stendur er þó afar mikilvægt að veita fræðslu, aðhald og aðstoða fólk við að taka upp breytta hegðun. Jákvæð reynsla er áhrifamikill þáttur þegar kemur að því að viðhalda hegðun og því þarf að hvetja til þess að einstaklingar upplifi kostina og raunverulegt aðgengi að vistvænum samgöngum og þar eru átök og herferðir eins og Samgönguvika, Hjólum í vinnuna, Hjólað í skólann og Göngum í skólann ómissandi. Samgöngusamningar fyrirtækja við starfsmenn eru einnig mikilvægt aðgerðartæki og gleðitíðindi að fyrirtæki fái tilnefningar fyrir framtak sitt til málaflokksins líkt og Landspítalinn fékk nú í ár. Nauðsynlegt er að vinna að frekari uppbyggingu og tengingu hjólagatnakerfis og að eflingu þekkingar á áhrifum yfirvofandi loftslagsbreytinga en til þess þarf m.a. þverpólitíska samstöðu og farsælt samstarf milli hagsmunaaðila. Miklu hefur verið áorkað undanfarin ár, sem auðveldar höfuðborgarbúum að velja annan samgöngumáta en einkabílinn en það má vera að samgönguhjólreiðar eða fjölsamgöngumáti henti ekki alltaf. Það mikilvægasta er þó að hvert og eitt okkar sé stöðugt vakandi fyrir möguleikanum að geta lagt okkar að mörkum og hjólað, gengið eða tekið strætó þegar það liggur vel við. Það er vistvænna, eflir heilbrigði okkar og gæti mögulega átt hlutdeild í því að bjarga heiminum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar