Gaupi: FH með betra lið en Haukar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 16:00 Það er jafnan tekist almennilega á í leikjum Hauka og FH. vísir/stefán „Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“ Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
„Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“
Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira