Til minningar um palestínskan fótbolta! Sema Erla Serdar skrifar 13. september 2014 08:00 Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar