Mercedes Benz tvöfaldar framleiðsluna á CLA-Class Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 15:06 Mercedes Benz CLA-Class rennur út eins og heitar lummur. Svo vel hefur gengið að selja CLA-Class bíl Mercedes Benz að fyrirtækið hefur þurft að tvöfalda framleiðslu hans. Mercedes Benz CLA-Class var kynntur kaupendum snemma í fyrra og eftirspurnin eftir honum hefur verið það góð að forstjóri Mercedes Benz segir að hægt hefði verið að selja tvöfalt fleiri bíla ef þeir hefðu haft undan. Bíllinn er framleiddur í Ungverjalandi og í maí var þriðju vaktinni bætt við svo unnið er allan sólarhringinn við framleiðslu hans og allt sem í valdi Mercedes Benz er gert til að auka framleiðsluna. Víða í Bandaríkjunum er aðeins 10 daga birgðir til af bílnum en heilbrigt þykir að eiga 60 daga birgðir af bílum svo svara megi eftirspurn. Sala CLA-Class bílsins endurspeglar gott gengi Mercedes Benz þessa dagana og söluaukning fyrirtækisins er meiri en hjá bæði BMW og Audi á árinu og dregur Mercedes Benz nú á sölutölur hinna lúxusbílaframleiðendanna þýsku, sem bæði selja reyndar fleiri bíla á ári en Mercedes Benz. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent
Svo vel hefur gengið að selja CLA-Class bíl Mercedes Benz að fyrirtækið hefur þurft að tvöfalda framleiðslu hans. Mercedes Benz CLA-Class var kynntur kaupendum snemma í fyrra og eftirspurnin eftir honum hefur verið það góð að forstjóri Mercedes Benz segir að hægt hefði verið að selja tvöfalt fleiri bíla ef þeir hefðu haft undan. Bíllinn er framleiddur í Ungverjalandi og í maí var þriðju vaktinni bætt við svo unnið er allan sólarhringinn við framleiðslu hans og allt sem í valdi Mercedes Benz er gert til að auka framleiðsluna. Víða í Bandaríkjunum er aðeins 10 daga birgðir til af bílnum en heilbrigt þykir að eiga 60 daga birgðir af bílum svo svara megi eftirspurn. Sala CLA-Class bílsins endurspeglar gott gengi Mercedes Benz þessa dagana og söluaukning fyrirtækisins er meiri en hjá bæði BMW og Audi á árinu og dregur Mercedes Benz nú á sölutölur hinna lúxusbílaframleiðendanna þýsku, sem bæði selja reyndar fleiri bíla á ári en Mercedes Benz.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent