Vandræðagangur á interneti Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 17. september 2014 12:54 Ég heyrði af því um daginn að ísbúð ein í Reykjavík flokkaði viðskiptavini sína eftir þjóðerni. Þar á bæ væri lagt meira á túristaís en annan ís. Þetta er vonandi flökkusaga. Frásögn af athæfi nokkurra vel þekktra fjölþjóðlegra bílaleigufyrirtækja í Evrópu er ekki flökkusaga. Þau mismuna eftir þjóðerni. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja sem ekki verða nafngreind hér munu hafa ítrekað lent í því þegar þeir bóka bílaleigubíl í öðru landi í gegnum internetið að fá ekki jafn hagstætt verð og íbúar í heimaríki bílaleigunnar. Sumar bílaleigur flokka nefnilega viðskiptavini sem panta á netinu eftir IP-tölu eða upplýsingum um heimili. Þessir viðskiptavinir fá sjálfkrafa hærri verð hjá bókunarvél eða geta jafnvel ekki pantað þjónustu. Skiptir ekki máli þótt þeir ætli að nota bifreiðina í viðkomandi ríki þar sem bílaleigan er staðsett.Sameiginlegur markaður? Þrátt fyrir sameiginlegan markað og sameiginlegar leikreglur blasa enn hindranir við einstaklingum og fyrirtækjum sem stunda viðskipti milli ríkja í EES. Evrópudómstóllinn er öflugur málsvari neytenda. Vel þekkt er mál Englendinganna sem laumuðust til að kaupa sér afruglara frá Grikklandi til að geta horft á grískar gervihnattarsendingar frá ensku meistaradeildinni en áskriftargjöld í Grikklandi voru lægri en hjá Sky sem hafði einkarétt til sýninga í Bretlandi. Gríska sjónvarpsstöðin og Meistaradeildin fóru í mál við Englendingana. Málið fór í forúrskurð hjá Evrópudómstólnum sem stóð með Englendingunum þar sem áskriftin var til einkanota. Sagði dómstóllinn slíkar hindranir á sölu á afruglurum milli ríkja vera brot á samkeppnisreglum og reglum um þjónustufrelsi. Vegna forúrskurðarins hóf framkvæmdastjórn ESB nýverið rannsókn á dreifingarsamningum bandarískra kvikmyndafyrirtækja við stóru sjónvarpsfyrirtækin í Evrópu. Sagði framkvæmdastjóri samkeppnismála að skoða þurfi hvort þessir dreifingarsamningar hindruðu einstaklinga í að fá aðgang að áskriftarsjónvarpi í öðrum ríkjum og hvort samningarnir sem skipta upp mörkuðum eftir landamærum standist samkeppnisreglur.Hvað er til ráða? Fjölmargir neytendur hafa kvartað undan fjölþjóðlegu bílaleigunum. Framkvæmdastjórn ESB hefur sent bílaleigunum bréf og hvatt þær til að breyta þessum viðskiptaháttum þar sem þeir brjóti gegn þjónustutilskipun ESB. Eftirlitsaðilar neytendamála í hverju landi hafa eftirlit með svona viðskiptaháttum. Neytendur sem telja að fyrirtæki í öðru landi hafi brotið á sér geta farið á heimasíðu neytendaeftirlits í EES sem heitir EEC-Net og fundið þarlendan eftirlitsaðila. Sameiginlegur markaður myndast ekki með sameiginlegum reglum einum saman. Neytendur og fyrirtæki þurfa að standa vörð og láta í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði af því um daginn að ísbúð ein í Reykjavík flokkaði viðskiptavini sína eftir þjóðerni. Þar á bæ væri lagt meira á túristaís en annan ís. Þetta er vonandi flökkusaga. Frásögn af athæfi nokkurra vel þekktra fjölþjóðlegra bílaleigufyrirtækja í Evrópu er ekki flökkusaga. Þau mismuna eftir þjóðerni. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja sem ekki verða nafngreind hér munu hafa ítrekað lent í því þegar þeir bóka bílaleigubíl í öðru landi í gegnum internetið að fá ekki jafn hagstætt verð og íbúar í heimaríki bílaleigunnar. Sumar bílaleigur flokka nefnilega viðskiptavini sem panta á netinu eftir IP-tölu eða upplýsingum um heimili. Þessir viðskiptavinir fá sjálfkrafa hærri verð hjá bókunarvél eða geta jafnvel ekki pantað þjónustu. Skiptir ekki máli þótt þeir ætli að nota bifreiðina í viðkomandi ríki þar sem bílaleigan er staðsett.Sameiginlegur markaður? Þrátt fyrir sameiginlegan markað og sameiginlegar leikreglur blasa enn hindranir við einstaklingum og fyrirtækjum sem stunda viðskipti milli ríkja í EES. Evrópudómstóllinn er öflugur málsvari neytenda. Vel þekkt er mál Englendinganna sem laumuðust til að kaupa sér afruglara frá Grikklandi til að geta horft á grískar gervihnattarsendingar frá ensku meistaradeildinni en áskriftargjöld í Grikklandi voru lægri en hjá Sky sem hafði einkarétt til sýninga í Bretlandi. Gríska sjónvarpsstöðin og Meistaradeildin fóru í mál við Englendingana. Málið fór í forúrskurð hjá Evrópudómstólnum sem stóð með Englendingunum þar sem áskriftin var til einkanota. Sagði dómstóllinn slíkar hindranir á sölu á afruglurum milli ríkja vera brot á samkeppnisreglum og reglum um þjónustufrelsi. Vegna forúrskurðarins hóf framkvæmdastjórn ESB nýverið rannsókn á dreifingarsamningum bandarískra kvikmyndafyrirtækja við stóru sjónvarpsfyrirtækin í Evrópu. Sagði framkvæmdastjóri samkeppnismála að skoða þurfi hvort þessir dreifingarsamningar hindruðu einstaklinga í að fá aðgang að áskriftarsjónvarpi í öðrum ríkjum og hvort samningarnir sem skipta upp mörkuðum eftir landamærum standist samkeppnisreglur.Hvað er til ráða? Fjölmargir neytendur hafa kvartað undan fjölþjóðlegu bílaleigunum. Framkvæmdastjórn ESB hefur sent bílaleigunum bréf og hvatt þær til að breyta þessum viðskiptaháttum þar sem þeir brjóti gegn þjónustutilskipun ESB. Eftirlitsaðilar neytendamála í hverju landi hafa eftirlit með svona viðskiptaháttum. Neytendur sem telja að fyrirtæki í öðru landi hafi brotið á sér geta farið á heimasíðu neytendaeftirlits í EES sem heitir EEC-Net og fundið þarlendan eftirlitsaðila. Sameiginlegur markaður myndast ekki með sameiginlegum reglum einum saman. Neytendur og fyrirtæki þurfa að standa vörð og láta í sér heyra.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun