Innlent

Valgerður valin úr hópi 54 umsækjenda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valgerður Björk Pálsdóttir.
Valgerður Björk Pálsdóttir. Mynd/Björt Framtíð
Valgerður Björk Pálsdóttir, 27 ára stjórnmálafræðingur úr Reykjanesbæ, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. Valgerður hefur m.a. starfað í sendiráði Íslands í Berlín, sem verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og sem blaðamaður á Víkurfréttum. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnmálaflokksins.

Þar segir að mikil samkeppni hafi verið um stöðuna, sem er ný innan Bjartrar framtíðar, og var valið mjög vandasamt. Alls bárust 54 umsóknir. Kom Valgerður að mati valnefndar best út úr viðtölum og hæfnisgreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×