Innlent

Hlaupa með Loga vonarinnar í Belgíu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögreglumennirnir tóku þátt í Íslandsleikum Special Olympics fyrr á þessu ári.
Lögreglumennirnir tóku þátt í Íslandsleikum Special Olympics fyrr á þessu ári. Mynd/Úr einkasafni
Kyndilhlaup lögreglumanna á Evrópuleikum Special Olympics 2014 fer fram í Belgíu dagana 9. - 13. septemer og taka tveir lögreglumenn frá Íslandi þátt í því í ár. Lögreglumennirnir heita Guðmundur Sigurðsson, sem er rannsóknarlögreglumaður, og Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fyrrnefndur Guðmundur er jafnframt formaður íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, Nes.

Lögreglumennirnir eru alls frá 16 Evrópulöndum en þeir hlaupa með kyndilinn Loga vonarinnar.

Þáttakendur á leikum Special Olympics eru einstaklingar með þroskahömlun. Hugmyndafræði þeirra byggir á gildi umburðarlyndis og jafnræðis og þeir leggja grundvöll að því að skapa tækifæri fyrir einstaklinga með þroskahömlun til þáttöku í íþróttastarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×