Tesla reisir risarafhlöðuverksmiðju í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 10:33 Teikning af risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada sem veita mun 6.500 manns störf. Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent