Byrlað ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur: „Ég var gjörsamlega lömuð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2014 20:24 Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur er margt til lista lagt, en hún rak verslunina Gyðja Collection og var í hópi frumkvöðla sem skrifuðu bókina The next big thing. Vísir/Stefán Litlu munaði að illa færi þegar Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, hönnuði og rithöfundi, og þremur vinkonum hennar var byrlað ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Sigrún segist vel kunna sér hóf þegar kemur að áfengisdrykkju, og áttaði hún sig því fljótt á að ekki væri allt með felldu þegar henni á einum tímapunkti fór að líða undarlega. „Ég var með samstarfskonu minni og ég get þakkað guði fyrir að ekki fór verr því við erum tildurlega nýbúnar að kynnast og hún hefði auðveldlega getað afskrifað mig sem dauðadrukkna. En hún sá mig hinsvegar í góðu lagi þar sem ég dansaði við hana og hló og skemmti mér, svo allt í einu þá lamaðist ég og datt niður þar sem ég lág á grúfu á dansgólfinu. Hún hélt fyrst að ég hefði meitt mig en sá svo þegar hún lyfti höfðinu mínu að ég var gjörsamlega lömuð, froðufellandi, sá ekki né gat talað,“skrifar Sigrún Lilja á Facebook síðu sína.„Aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta“ Samstarfskona Sigrúnar og eiginmaður hennar báru hana út af staðnum og komu henni til síns heima. „Maðurinn minn var vakinn og fékk hann taugaáfall þegar hann sá mig því hann hefur þekkt mig í 15 ár og aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta.“ Sigrún átti erfitt með andardrátt og kastaði stöðugt upp og var því tekin ákvörðun um að hringja á sjúkrabíl. „Sjúkraflutningar mennirnir tóku hjartarit til að kanna hjartsláttinn þar sem mikil hætta getur verið á að hann hægist svo mikið og að andardráttur verði svo erfiður að manneskjan sem er byrlað svona mikið hreinlega hætti að anda. Eftir að hafa mónitorað mig í dágóðan tíma og borið mig inní rúm, fylgst með blóðþrýsting, öndun og sjón fékk maðurinn minn það hlutverk að vaka yfir mér.“Vonar að maðurinn lesi þetta Sigrún vandar ódæðismanninum ekki kveðjurnar og vill með pistli sínum verða öðrum víti til varnaðar. „Mig langar að biðja þig að leita þér hjálpar og fá aðstoð. Þrátt fyrir að þú sért andlega veikur og eigir slæma reynslu að baki þá gefur það þér engan rétt á að þú gangir um með þessu hætti, beitir slíku ofbeldi og eyðileggir líka líf annarra sem eru í sakleysi sínu að lyfta sér upp um helgi í góðra vina hópi eftir strembna vinnuviku.“ Færslu Sigrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan. Innlegg frá Sigrún Lilja Guðjónsdóttir. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Litlu munaði að illa færi þegar Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, hönnuði og rithöfundi, og þremur vinkonum hennar var byrlað ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Sigrún segist vel kunna sér hóf þegar kemur að áfengisdrykkju, og áttaði hún sig því fljótt á að ekki væri allt með felldu þegar henni á einum tímapunkti fór að líða undarlega. „Ég var með samstarfskonu minni og ég get þakkað guði fyrir að ekki fór verr því við erum tildurlega nýbúnar að kynnast og hún hefði auðveldlega getað afskrifað mig sem dauðadrukkna. En hún sá mig hinsvegar í góðu lagi þar sem ég dansaði við hana og hló og skemmti mér, svo allt í einu þá lamaðist ég og datt niður þar sem ég lág á grúfu á dansgólfinu. Hún hélt fyrst að ég hefði meitt mig en sá svo þegar hún lyfti höfðinu mínu að ég var gjörsamlega lömuð, froðufellandi, sá ekki né gat talað,“skrifar Sigrún Lilja á Facebook síðu sína.„Aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta“ Samstarfskona Sigrúnar og eiginmaður hennar báru hana út af staðnum og komu henni til síns heima. „Maðurinn minn var vakinn og fékk hann taugaáfall þegar hann sá mig því hann hefur þekkt mig í 15 ár og aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta.“ Sigrún átti erfitt með andardrátt og kastaði stöðugt upp og var því tekin ákvörðun um að hringja á sjúkrabíl. „Sjúkraflutningar mennirnir tóku hjartarit til að kanna hjartsláttinn þar sem mikil hætta getur verið á að hann hægist svo mikið og að andardráttur verði svo erfiður að manneskjan sem er byrlað svona mikið hreinlega hætti að anda. Eftir að hafa mónitorað mig í dágóðan tíma og borið mig inní rúm, fylgst með blóðþrýsting, öndun og sjón fékk maðurinn minn það hlutverk að vaka yfir mér.“Vonar að maðurinn lesi þetta Sigrún vandar ódæðismanninum ekki kveðjurnar og vill með pistli sínum verða öðrum víti til varnaðar. „Mig langar að biðja þig að leita þér hjálpar og fá aðstoð. Þrátt fyrir að þú sért andlega veikur og eigir slæma reynslu að baki þá gefur það þér engan rétt á að þú gangir um með þessu hætti, beitir slíku ofbeldi og eyðileggir líka líf annarra sem eru í sakleysi sínu að lyfta sér upp um helgi í góðra vina hópi eftir strembna vinnuviku.“ Færslu Sigrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan. Innlegg frá Sigrún Lilja Guðjónsdóttir.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira