Bjallan var fyrsti bíllinn sem kom á Suðurskautslandið.
Hver þekkir ekki bíla eins og Volkswagen bjölluna eða Ford Mustang. Kannski þekkir yngri kynslóðin betur bílana Toyota Prius eða Honda Civic. En hver skyldu 10 þekktustu bílategundirnar vera í dag?
Bílavefurinn Jalopnik í Bandaríkjunum hefur tekið saman lista yfir þær bílgerðir sem þekktastar eru. Það kemur kannski ekki svo mikið á óvart að sú þekktasta er bjallan síunga. Listinn er annars svona:
Volkswagen Bjallan
Jeep Willis
Toyota Corolla
Honda Civic
Ford Model T
Toyota prius
Austin Mini
Ford Mustang
Range Rover
Toyota Land Cruiser
Elsti bíllinn á listanum er Ford Model T, sá yngsti Toyota Prius en sá bíll sem á lengstu framleiðslusöguna samfellt til dagsins í dag er Toyota Land Cruiser. Framleiðsla á honum hófst árið 1955 og er hann því orðinn 59 ára og enn framleiddur í fjöldamörgum eintökum á hverju ári.
Range Rover náði 9. sæti listans. Hér í viðeigandi umhverfi.Toyota Corolla er til margra hluta nytsamlegur. Gárungarnir hafa oft nefnt Corollu rollu og hér er það sett í samhengi.