Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2014 19:15 Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. Forsætisráðherra segir þetta stóra stund fyrir íslenskt efnahagslíf, iðnaðarráðherra að þetta sé dagurinn þar sem þróuninni var snúið við og hjólin fóru að snúast í rétta átt. Jarðvegsvinna á lóðinni við Helguvíkurhöfn hófst raunar í vor en nú var komið að því að marka upphafið með formlegum hætti. Báðir fengu ráðherrarnir skóflu í hönd, ásamt helstu aðstandendum verkefnisins, og svo var byrjað að moka. Framkvæmdir fóru síðan á fullan kraft með fyrstu sprengingu.Ráðherrarnir Sigmundur Davíð og Ragnheiður Elín tóku fyrstu skóflustungu ásamt helstu aðstandendum verkefnisins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er mjög stór dagur, ekki bara fyrir okkur heldur samfélagið hérna í Reykjanesbæ og vonandi bara fyrir Ísland sem heild," sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon. Þetta væri nýr iðnaður sem væri að koma til landsins. „Þetta er mjög stór stund," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Hér eru menn að hefja framkvæmdir við það sem verður, ef allt gengur samkvæmt áætlun, stærsta silicon-verksmiðja í heimi. Þetta er líka bara fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum víða á Íslandi. Svoleiðis að þetta er mjög stór stund," sagði forsætisráðherra.Skálað fyrir upphafi framkvæmda.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í tjaldi var skálað fyrir 35 milljarða króna fjárfestingu, 300 störfum á byggingartíma og 60 varanlegum störfum. Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir fagnaði sérstaklega fyrir hönd Suðurnesja. „Þetta er ótrúlega stór dagur fyrir þetta samfélag. Við erum búin að bíða lengi. Það eru búnar að vera brostnar vonir," sagði iðnaðarráðherra. „En mér finnst þetta vera dagurinn sem þróuninni verður snúið við. Þannig að þetta er góður dagur, stór dagur, sem vonandi þýðir það að hjólin eru farin að snúast í rétta átt."Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Magnús Garðarsson segir að aðaleigendur United Silicon séu danskir og hollenskir fjárfestar, síðar sé gert ráð fyrir aðkomu íslenskra lífeyrissjóða, en lánsfjármögnun sé í höndum Arion-banka. Eigið fé komi frá Evrópu en lánsfjármögnun öll frá Íslandi. „Það var auðveldara en að gera það úti því það eru engir erlendir bankar ennþá sem þora að lána til Íslands," sagði Magnús. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði tilbúinn vorið 2016 með einum bræðsluofni en í framtíðinni er stefnt að fjórum ofnum. Skóflstungurnar í þágu kísiliðnaðar á Íslandi verða að öllum líkindum fleiri á næstunni. Í október í haust er stefnt að ákvörðun um sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga, í desember er stefnt að ákvörðun PCC um kísilver á Bakka við Húsavík og á næsta ári er svo búist við ákvörðun Thorsil um kísilver í Helguvík. Tengdar fréttir Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. Forsætisráðherra segir þetta stóra stund fyrir íslenskt efnahagslíf, iðnaðarráðherra að þetta sé dagurinn þar sem þróuninni var snúið við og hjólin fóru að snúast í rétta átt. Jarðvegsvinna á lóðinni við Helguvíkurhöfn hófst raunar í vor en nú var komið að því að marka upphafið með formlegum hætti. Báðir fengu ráðherrarnir skóflu í hönd, ásamt helstu aðstandendum verkefnisins, og svo var byrjað að moka. Framkvæmdir fóru síðan á fullan kraft með fyrstu sprengingu.Ráðherrarnir Sigmundur Davíð og Ragnheiður Elín tóku fyrstu skóflustungu ásamt helstu aðstandendum verkefnisins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er mjög stór dagur, ekki bara fyrir okkur heldur samfélagið hérna í Reykjanesbæ og vonandi bara fyrir Ísland sem heild," sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon. Þetta væri nýr iðnaður sem væri að koma til landsins. „Þetta er mjög stór stund," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Hér eru menn að hefja framkvæmdir við það sem verður, ef allt gengur samkvæmt áætlun, stærsta silicon-verksmiðja í heimi. Þetta er líka bara fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum víða á Íslandi. Svoleiðis að þetta er mjög stór stund," sagði forsætisráðherra.Skálað fyrir upphafi framkvæmda.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í tjaldi var skálað fyrir 35 milljarða króna fjárfestingu, 300 störfum á byggingartíma og 60 varanlegum störfum. Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir fagnaði sérstaklega fyrir hönd Suðurnesja. „Þetta er ótrúlega stór dagur fyrir þetta samfélag. Við erum búin að bíða lengi. Það eru búnar að vera brostnar vonir," sagði iðnaðarráðherra. „En mér finnst þetta vera dagurinn sem þróuninni verður snúið við. Þannig að þetta er góður dagur, stór dagur, sem vonandi þýðir það að hjólin eru farin að snúast í rétta átt."Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Magnús Garðarsson segir að aðaleigendur United Silicon séu danskir og hollenskir fjárfestar, síðar sé gert ráð fyrir aðkomu íslenskra lífeyrissjóða, en lánsfjármögnun sé í höndum Arion-banka. Eigið fé komi frá Evrópu en lánsfjármögnun öll frá Íslandi. „Það var auðveldara en að gera það úti því það eru engir erlendir bankar ennþá sem þora að lána til Íslands," sagði Magnús. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði tilbúinn vorið 2016 með einum bræðsluofni en í framtíðinni er stefnt að fjórum ofnum. Skóflstungurnar í þágu kísiliðnaðar á Íslandi verða að öllum líkindum fleiri á næstunni. Í október í haust er stefnt að ákvörðun um sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga, í desember er stefnt að ákvörðun PCC um kísilver á Bakka við Húsavík og á næsta ári er svo búist við ákvörðun Thorsil um kísilver í Helguvík.
Tengdar fréttir Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Koma kísilvera þrengir kosti Helguvíkurálvers Nýgerðir samningar og viljayfirlýsingar um allt að fjögur kísilver auka þrýsting á fleiri nýjar virkjanir, sérstaklega ef jafnframt á að mæta óskum Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 2. júní 2014 19:00
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Fyrirvörum vegna kísilvers í Helguvík aflétt Á bilinu tvö til þrjúhundruð manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar 17. júlí 2014 20:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10